Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 87
87
Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi
ismaður er ég ræddi við, notaði um það starf að styrkja samfélag fólks af
íslenskum ættum í Kanada sem og þverþjóðleg tengsl þess við gamla land-
ið. Eins og Linda Basch, et al.,19 nicholas Harney,20 nina Glick-Schiller
og Eugene G. Fouron,21 og Eva Mackey22 hafa bent á, skapa þverþjóðleg
tengsl brottfluttra þegna og afkomenda þeirra við heimalandið eftirsótt
umhverfi í þágu markaðssóknar, viðskipta og fjárfestinga. Aðgerðir ríkis-
stjórna og markaðsaðgerðir hafa einnig gagngert hvatt til slíkra þverþjóð-
legra tengsla.23 Hingað til höfðu aðgerðir íslenskra stjórnvalda verið frem-
ur máttlausar í því að styrkja tengsl og samskipti við afkomendur
Vestur-Íslendinga miðað við það sem koma skyldi. Þessi breyting helst í
hendur við sókn ríkis og fyrirtækja á sviði stjórnmála, viðskipta, verslunar
og ferðaiðnaðar og kallaði nú á að byggja upp nútímalegt og hagnýtt þver-
þjóðlegt tengslanet. Íslenska samfélagið í norður-Ameríku var ekki ein-
göngu einn af markhópum markaðssetningarátaksins iceland naturally24
heldur þjónaði það sem farvegur inn á norður-Ameríku markað.25
Skráningarverkefnið svokallaða sem ríkisstjórnin lagði af stað með snemma
á tíunda áratugnum er dæmi um viðleitni stjórnvalda til að skapa og við-
halda tengslunum vestur með því að skrásetja fólk af íslenskum ættum í
norður-Ameríku. Embættismaður íslensku utanríkisþjónustunnar rök-
studdi verkefnið á eftirfarandi hátt:
Þó ekki sé hægt að ganga út frá því að allir þeir sem skrásettir
verði gerist jafn ákafir Íslandssinnar í öllum málum er óefað
mikill styrkur af slíkum „meðvituðum“ hópi og gæti óefað orðið
19 Linda Basch, nina Glick-Schiller og Cristina Szanton Blanc, Nations Unbound:
Transnational Projects, Postcolonial Predicaments andDeterritorialized Nation-States,
Langhorne: Gordon and Breach, 1994.
20 nicholas Harney, Eh, Paesan! Being Italian in Toronto, Toronto: University of
Toronto Press, 2001.
21 nina Glick-Schiller og Georges E. Fouron, George Woke up Laughing: Long-Dist-
ance Nationalism and the Search for Home, Durham: Duke University Press, 2001.
22 Eva Mackey, The House of Difference: Cultural Politics and National Identity in
Canada, Toronto: University of Toronto, 2002.
23 Eva Mackey, The House of Difference.
24 Fleishman Hillard, „icelandic Leifur Eiríksson Millennium Commission of
iceland“, PR fyriræki A/16 1 1998–2001. 3.i.2.Þjóðskjalasafn Íslands. Reykjavík.
25 iceland naturally og slagorðin „Pure, natural Unspoiled“ var búið til í samstarfi
við almannatengslafyrirtækið Fleisman Hillard sem starfaði í þágu stjórnvalda við
að skapa og markaðsetja hið íslenska vörumerki sem iceland naturally hefur hald-
ið á lofti frá aldamótum.