Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 113
113
MÓTMÆLASTREnGUR Í ÞJÓÐARBRJÓSTinU
að skipa sérstakan sess í hugum allra þegna ríkisheildarinnar. Þingvellir
eru auðvitað gott dæmi um slíkan stað hér á landi.23 Þá má halda því fram
að menningar- og minjasöfn séu einnig slíkir staðir. Þar sé ekki aðeins að
finna merkar minjar fortíðar heldur einnig sameiginlegar minningar þjóð-
arinnar (e. collective memory) sem einhvers konar heildar.
Leikrænn (samræðu)vettvangur
Á síðustu árum hafa ýmsir orðið til að gagnrýna slíka framsetningu og
bent á hversu mikilvægt sé að líta fremur á söfn sem „samfélagsleg rými“
(e. social space eða site) þar sem er grundvöllur fyrir vangaveltur, gagnrýni
og endurskoðun á hinum margvíslegu viðteknu goðsögnum og gildum
samfélagsins. Þá er jafnframt lögð áhersla á að túlkunarmöguleikarnir séu,
og eigi að vera, fjölmargir. Söfn og sýningar þeirra séu m.ö.o. ævinlega
samræða milli áhorfandans, hins sjónræna texta og hönnuða.24
Í þessu sambandi er sem sé ekki lengur litið á áhorfandann sem valda-
lausan viðtakanda tiltekinna „skilaboða“ heldur á hann að taka fullan þátt í
bæði túlkunar- og mótunarferlinu og leggja jafnvel sitt mark á sýningar-
rýmið. Á nýju Þjóðminjasafnssýningunni, „Þjóð verður til“, má t.d. víða
sjá merki um þetta. Þar fær áhorfandinn að ráða för, upp að vissu marki, og
getur valið sér ýmsar leiðir um safnið – allt eftir áhugasviði. Sýning Þjóð-
minjasafnsins um búsáhaldabyltinguna og efnahagshrunið ber einnig vott
um þessa nýju stefnu en þar er gestum boðið að segja sitt álit á þeim grip-
um sem safninu hefur hlotnast:
Laugardaginn 15. janúar verður opnuð sýning á gripum sem
komu við sögu í mótmælunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008
á Torgi Þjóðminjasafnsins. Þetta eru meðal annars mótmæla-
spjöld, ílát, dreifibréf, gashylki og fleira sem ýmist kom frá
almenningi eða safnaðist á vettvangi. Ástæða þess að þessir grip-
ir eru sýndir nú á meðan við stöndum enn í hringiðu atburð-
anna er að safnið vill leita álits hjá almenningi á því sem safnast
23 Guðmundur Hálfdánarson, „Þjóð og minningar“, Íslenska söguþingið 28.–31. maí
1997. Ráðstefnurit I, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands: Sagnfræðinga-
félag Íslands, 1997.
24 Charles R. Garoian, „Performing the Museum“, Studies in Art Education, 3/2001,
bls. 234–248; Susan A. Crane, „Memory, Distortion and History in the Museum“,
History and Theory, 4/1997; David Crouch og nina Lübbren, Visual Culture and
Tourism, Oxford: Berg, 2003.