Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 39
39
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD
Worm ræðir einnig um telauf en honum hafði tekist að útvega nokkur
slík þurrkuð. Eitt af þessum telaufum setti hann í vatn og tókst þannig að
fá á það nokkurn veginn upprunalega mynd sem gefur að líta í tréristu í
safnskránni.42 Í 15.–19. kafla eru taldar upp framandi trjátegundir sem
Worm átti sýni af í safninu og þeim lýst; þar er byrjað á aloe-jurtinni frá
nýja heiminum og áfram haldið í stafrófsröð um tré frá indlandi, Arabíu,
Ítalíu, Íslandi og Flórída, svo að dæmi séu tekin. nítjándi kaflinn er helg-
aður allskonar „óskapnaði“, þ.e.a.s. „fríkuðum“ trjám sem líkjast dýrum og
öðrum fyrirbærum.43 Í 20. kafla er börkur framandi trjáa tekinn til athug-
unar og lesendur fræddir um hvernig megi nýta börkinn til lækninga og
matargerðar.44 Í kjölfarið koma þrír kaflar um ávexti, þar á meðal frá Perú,
Egypta landi, Brasilíu, Rússlandi, Vestur-indíum og Austur-indíum.45
Síðustu fjórir kaflarnir eru heldur rýrari og lýsa í stuttu máli gúmmíi,
margskonar harðnaðri trjákvoðu og sjávarplöntum.46
Framandi hlutir og fornminjar
Eins og safnskráin ber með sér er furðustofa Worm meðal annars tákn-
mynd nýja heimsins. Hún færir heim sanninn um framandi veröld og
leyfir gestum að þreifa á henni, en lokar sönnunargögnin um leið inni í
rými þar sem þau eru vandlega afmörkuð frá evrópskum veruleika: Rými
furðustofunnar og safnskrárinnar.47 Í þessu rými upplifa gestir og lesendur
sýningargripina sem hin mestu furðuverk. Gripirnir vekja undrun þeirra
vegna þess að þeir eru svo gerólíkir öllu sem er utan veggja safnsins; það er
við þessum róttæka mismun sem undrunin bregst.
Stephen Greenblatt heldur því fram að undrunin sem er svo algeng í
lýsingum á furðustofum endurreisnarinnar lýsi í senn ótta og þrá evr-
ópskra áhorfenda, sem þeir varpi á safngripina. Að sögn Greenblatts var
undrunin til marks um að í orðræðu þessa tíma var tekist á við nýjan heim
af hlutum sem lágu handan við mörk alls sem mönnum var áður kunnugt
um eða gátu talist sennilegir miðað við fyrri þekkingu og heimsmynd.48
42 H.D. Schepelern, Museum Wormanium, bls. 254–256.
43 Sama rit, bls. 256–260.
44 Sama rit, bls. 260.
45 Sama rit, bls. 260–267.
46 Sama rit, bls. 267–268.
47 Dominik Collet, Die Welt in der Stube. Begegnungen mit Außereuropa in Kunst-
kammern der Frühen Neuzeit.
48 Stephen Greenblatt, Marvellous Possessions, bls. 14.