Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 39

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 39
39 ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD Worm ræðir einnig um telauf en honum hafði tekist að útvega nokkur slík þurrkuð. Eitt af þessum telaufum setti hann í vatn og tókst þannig að fá á það nokkurn veginn upprunalega mynd sem gefur að líta í tréristu í safnskránni.42 Í 15.–19. kafla eru taldar upp framandi trjátegundir sem Worm átti sýni af í safninu og þeim lýst; þar er byrjað á aloe-jurtinni frá nýja heiminum og áfram haldið í stafrófsröð um tré frá indlandi, Arabíu, Ítalíu, Íslandi og Flórída, svo að dæmi séu tekin. nítjándi kaflinn er helg- aður allskonar „óskapnaði“, þ.e.a.s. „fríkuðum“ trjám sem líkjast dýrum og öðrum fyrirbærum.43 Í 20. kafla er börkur framandi trjáa tekinn til athug- unar og lesendur fræddir um hvernig megi nýta börkinn til lækninga og matargerðar.44 Í kjölfarið koma þrír kaflar um ávexti, þar á meðal frá Perú, Egypta landi, Brasilíu, Rússlandi, Vestur-indíum og Austur-indíum.45 Síðustu fjórir kaflarnir eru heldur rýrari og lýsa í stuttu máli gúmmíi, margskonar harðnaðri trjákvoðu og sjávarplöntum.46 Framandi hlutir og fornminjar Eins og safnskráin ber með sér er furðustofa Worm meðal annars tákn- mynd nýja heimsins. Hún færir heim sanninn um framandi veröld og leyfir gestum að þreifa á henni, en lokar sönnunargögnin um leið inni í rými þar sem þau eru vandlega afmörkuð frá evrópskum veruleika: Rými furðustofunnar og safnskrárinnar.47 Í þessu rými upplifa gestir og lesendur sýningargripina sem hin mestu furðuverk. Gripirnir vekja undrun þeirra vegna þess að þeir eru svo gerólíkir öllu sem er utan veggja safnsins; það er við þessum róttæka mismun sem undrunin bregst. Stephen Greenblatt heldur því fram að undrunin sem er svo algeng í lýsingum á furðustofum endurreisnarinnar lýsi í senn ótta og þrá evr- ópskra áhorfenda, sem þeir varpi á safngripina. Að sögn Greenblatts var undrunin til marks um að í orðræðu þessa tíma var tekist á við nýjan heim af hlutum sem lágu handan við mörk alls sem mönnum var áður kunnugt um eða gátu talist sennilegir miðað við fyrri þekkingu og heimsmynd.48 42 H.D. Schepelern, Museum Wormanium, bls. 254–256. 43 Sama rit, bls. 256–260. 44 Sama rit, bls. 260. 45 Sama rit, bls. 260–267. 46 Sama rit, bls. 267–268. 47 Dominik Collet, Die Welt in der Stube. Begegnungen mit Außereuropa in Kunst- kammern der Frühen Neuzeit. 48 Stephen Greenblatt, Marvellous Possessions, bls. 14.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.