Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Qupperneq 100
100
TinnA GRÉTARSDÓTTiR
borgið“.58 Af öllum atburðum sem íslenska ríkið lagði til hátíðahalda
landafundanna var afhjúpun höggmyndarinnar það sem skipti hvað mestu
máli í hugum margra. Mary Gordon útskýrði fyrir mér að afhjúpunin hafi
verið ólík öðrum atburðum sem íslensk-kanadíska samfélagið vann að með
íslenska ríkinu á aldamótaárinu, ekki síst fyrir þær sakir „að þetta var okkar
atburður og vakti athygli í kanadísku samhengi – kanadísku þjóðarinnar“.
Merking og upplifunin á því hverju höggmyndin kom af stað kristallaði
flókið samband íslensk-kanadíska samfélagsins og íslenskra stjórnvalda og
þeirrar spennu sem felst í aðgerðum íslenskra stjórnvalda að hlutast til um
atbeina íslensk-kanadíska samfélagsins. Þetta var einn af fáum atburðum
hátíðahaldanna þar sem hlutverki og sögu hins íslensk-kanadíska samfélags
var haldið á lofti. Eins og hin íslensk-kanadíska Mary Gordon benti mér á,
að það að skapa íslensk-kanadíska samfélaginu sess í íslensku hátíðahöld-
unum:
...var ekki auðvelt, en við gerðum hvað við gátum. Auðvitað
virð um við það að það voru Íslendingar sem borguðu fyrir
uppákomuna að mestu leyti, en þeim mátti einnig vera ljóst að
fjölmargir [í íslensk-kanadíska samfélaginu ] voru sjálfboðaliðar
sem unnu að þessu [markaðsátaki Íslands] og sumir tóku jafnvel
á sig kostnað.59
Endurkoman
Árið 1939 var Ásmundur Sveinsson spurður af blaðamanni Vísis út í heims-
sýninguna í new York og verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku sem þar var
sýnt. Í viðtalinu segir Ásmundur: „Já, það gladdi mig mikið, að sýningar-
nefndin viðurkenndi, að Ísland ætti hina fyrstu hvítu móður í Vesturheimi,
og satt að segja var ég sjálfur í vafa um að nefndin myndi viðurkenna þetta
nafn á myndinni.“60 ýmsar efasemdir vöknuðu í kjölfar hátíðahaldanna
árið 2000 í norður-Ameríku, ekki þó beint gagnvart sjálfu verkinu heldur
í garð „landavinningahugmyndafræði“ íslenskra stjórnvalda61 ekki síst í
ljósi réttindabaráttu frumbyggja í norður-Ameríku eftir 500 ára nýlendu-
58 Steinþór Guðbjartsson, „Snorri Þorfinnsson was the inspiration“, Lögberg Heims-
kringla, 27. ágúst 2004, bls. 9.
59 Viðtal við Mary Gordon, 4. ágúst 2006.
60 „Þvottakonan, Veðurspámaðurinn og Hin fyrsta hvíta móðir“, Vísir, 19. október
1939, bls. 2.
61 Sigurður Gylfi Magnússon, Sársaukans Land. Vesturheimsferðir og íslensk hugsun.
Burt og meir en bæjarleið [Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta