Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 80

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 80
80 LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn og aukin krafa var gerð um að menningarstofnanir lytu hagstjórnarlegum mælikvörðum og tileinkuðu sér rekstrarhætti nýrrar opinberrar stjórnun- arstefnu (e. New Public Management). „nPM er yfirfærsla á stjórnunarað- ferðum og grundvallarreglum markaðsbúskapar frá einkageiranum yfir í opinbera geirann samkvæmt nýfrjálshyggjulegum skilningi á ríkisvaldinu og hagkerfinu. Takmarkið er að draga sem mest úr þátttöku ríkisins á öllum sviðum almannaþjónustu en taki það þátt er skilvirkni einkareksturs höfð að leiðarljósi.“70 Þessi stefna birtist meðal annars í árangursstjórn- unarsamningum sem stofnanir gerðu við ríkisvaldið.71 Frammistaða menningarstofnana var þar með endurmetin út frá hefðbundnum rekstr- arlegum viðmiðum og virðing og traust stjórnvalda á þeim voru ekki leng- ur aðallega byggð á kröfunni um listrænan og metnað og sanngildi heldur grundvölluðust ekki síður á að stofnanirnar héldu sig innan þess fjárhags- ramma sem þeim var skammtaður. Menningarstofnanir leituðust við á móti að vera útsjónarsamar og hugmyndaríkar til að afla sér kostunar og finna samhljóm í verkefnum sínum með ímynd eða starfsemi stórfyrir- tækja. Stofnanirnar tóku þar með oft að sér hlutverk almannatengslaskrif- stofa fyrir stórfyrirtæki, sem þær voru í samstarfi við, og miðluðu ímynd þeirra sem góðborgara og velunnara menningarinnar. Þegar fram liðu stundir létu stórfyrirtæki líkt og Landsvirkjun og Landsbanki Íslands sér ekki nægja að kosta menningarviðburði heldur tóku sér vald sem gjald- gengir þátttakendur við margskonar miðlun og jafnvel sem sjálfstæðar menningarstofnanir. Þátttakendur í rannsókn minni voru einhuga um að helsta ástæðan fyrir aðkomu stórfyrirtækja að menningarlífinu grundvallaðist á ímyndarhags- munum. Fram kom að aðalmarkmið Landsvirkjunar og Landsbanka Ís - lands með stuðningi við menningarstarfsemi var að öðlast aukna virðingu og traust. Talsmenn þeirra gengust stoltir við því að stuðningur þeirra við menningarstarfsemi væri mikilvægur hluti af skipulögðu markaðsstarfi, sem gjarnan á sér stað undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar, og að þeir hefðu eigin hagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi.72 Stór fyrirtækin 70 Wolfgang Drechsler, „The Rise and Demise of the new Public Management“, Post-Autistic Economics Review, 33/2005. Vefslóð: http://www.paecon.net/ PAEReview/issue33/Drechsler33.htm. Sótt 3. apríl 2009. 71 „Árangursstjórnunarsamningar við menningarstofnanir“, Reykjavík: Menntamála- ráðnueytið, 2006. Vefslóð: http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRn- pdf_Vefrit/012006.pdf. Sótt 10. nóvember 2009. 72 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008; Þórmundur Jóna- tansson munnleg heimild, 17. desember 2008.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.