Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 10

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 10
10 ÁstRÁðuR EystEinsson en áður en hann gefur upp öndina segir dyravörðurinn honum þó að þessi inngangur hafi verið ætlaður honum einum. Þessi saga í sögunni er einn umtalaðasti þáttur skáldsögunnar og marg- ir hafa litið á hann sem táknlegt eða myndrænt miðstykki verksins í heild, jafnvel sem skáldsöguna í hnotskurn. Áhugavert er að velta þessum þætti fyrir í sér í safnasamhengi. Þessi kafli Réttarhaldanna, sem og sagan innan hans sem presturinn segir, eru um „helga“ staði: kirkjuna og lögin (og sagan um lögin er sögð í kirkjunni). Samkvæmt sögu prestsins verður maður að ganga inn á réttum tíma og með réttum hætti. Í samhengi þeirr- ar sjónrænu framsetningar, sem mótar kirkjukaflann, mætti túlka þetta sem allegóríska skírskotun bæði til skapenda og viðtakenda listaverka. Í skáldsögunni koma málverk víðar við sögu og öndvert við það sem segir í áðurnefndri tilvitnun – í umsögn sem ef til vill er háð skynvillu K. – er alls ekki langt síðan hann sá myndir, bæði portrett og landslagsverk. En mig langar til að víkja stuttlega að þessum „sjónrænu“ en skuggsýnu senum þar sem fyrrverandi meðlimur í „Listverndarfélagi borgarinnar“ tapar áttum við nána skoðun á því sem til sýnis er í mannvirki sem sjálft er minnismerki og listaverk. Þetta er einkar forvitnilegt dæmi um hvernig bókmenntaverk bera í sér svokallaða sjónmenningu, umfram það myndmál sem setur svip sinn á ljóð, aðrar bókmenntir og raunar margskonar málnotkun. Með því að leggja áherslu á leiðsögn, skoðun og frásagnarsamhengi dregur Kafka sérstaklega fram þá tilurð sjónarsviðs sem setur svip á bókmenntaverk að meira eða minna leyti, ekki síst sögur og leikrit og þá „sviðsetningu“ sem fram fer í huga þess sem les þau. Sá sem þetta skrifar hefur mjög velt fyrir sér spurn- ingum um það hvernig staðir verða til í textum, ekki síst bókmenntatext- um, sem geta orðið býsna flóknir merkingarheimar; hvernig staðir eru settir saman sem eitt eða fleiri rými innan þeirrar byggingar sem bók- menntaverkið er. Og má ekki líta á sum verk sem einskonar söfn, þar sem leiðsögn, skoðun og túlkun frásagnarsamhengis skipta höfuðmáli? Að minnsta kosti finnst mér ljóst að leiðarhnoðu margra bókmenntaverka skarast við sjónræna áskorun og við vangaveltur um hvernig skuli horfa á myndir, muni og persónur; semsagt við einskonar safnareynslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.