Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 114

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 114
114 KATLA KJARTAnSDÓTTiR hefur. Hvernig speglar safnið samtímann með þessum gripum? Eru þetta hlutirnir sem segja söguna? Öll erum við sérfræðing- ar í samtíma okkar og nú kallar safnið eftir aðstoð við að velja hvað á að varðveita til framtíðar. Hvað sýnir atburði áranna 2008–2009?25 Einnig eru gestir hvattir til að skilja eftir hugleiðingu á staðnum eða á vef Þjóðminjasafnsins, svara spurningalista Þjóðháttadeildar og senda inn ljós- myndir er tengjast þessu efni. Augljóst er að hlutverk safna, og ekki hvað síst safngesta, eru í mikilli gerjun um þessar mundir. Áður fyrr var hvorki í boði að tala, snerta eða borða inni á velflestum söfnum. nú fá gestir í mun meiri mæli að móta og stýra upplifun sinni sjálfir. Í gegnum margvíslega margmiðlunartækni fá gestir nú víðast hvar að velja og hafna áherslum eftir smekk. Þarfir þeirra eru settar þar í ákveðinn forgrunn. nánast alls staðar má finna kaffihús, safnverslanir og sérstök leikrými fyrir börn; ef ekki inni á safninu sjálfu þá í grennd þess og allir mega tala, hlæja og jafnvel handleika a.m.k hluta af safngripunum. Í þessu samhengi hafa fræðimenn, eins og áður sagði, bent á ákveðin skil sem verða frá 20. aldar söfnum til 21. aldar safna. Þessi skil eru mjög í hinum póstmóderníska anda þar sem reynt hefur verið að klippa á hina margvíslegu þræði „stofnanavaldsins“ sem svo víða má finna á söfn- um og færa þau í meira mæli en áður til safngestsins. Hér er þá auðvitað átt við hið margumtalaða vald sem Foucault, Tony Bennett og fleiri hafa bent á að fléttað sé inn í formgerð samfélagsins og stofnanir þess. Að þeirra mati kemur slíkt vald iðulega að ofan, frá hinum efri lögum niður til valda- lítilla hópa og/eða „almennings“.26 En þar sem er vald, þar er einnig andstaða. Einstaklingar sem ganga inn í sýningarrými kokgleypa ekki endilega við öllum þeim „staðreyndum“ sem þar eru fram settar. Michel De Certeau er einn þeirra sem talað hefur um vald og/eða andstöðu (e. resistance) einstaklinga innan formgerðar samfélagsins. Hann nefnir tvenns konar aðgerðir: ráðagerðir (e. strategies) og brögð (e. tactics)27 eða jafnvel undanbrögð sem dæmi um það hvernig einstaklingar nýta sér og/eða umbreyta umhverfi sínu sér í hag, ef svo má 25 Kynningarpóstur frá Þjóðminjasafni Íslands á póstlistanum Hi-starf, 13. janúar 2010. 26 Michel Foucault, Discipline and Punish; Michel Foucault, Power/Knowledge; Tony Bennett, The Birth of the Museum. 27 Michel De Certeau, The Practice of Everyday Life, Berkeley: The University of California, 1984.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.