Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 67

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 67
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS 67 Hvammstanga og Stöng í Þjórsárdal en tveir síðarnefndu staðirnir eru tengdir heimsóknum í Blöndustöð og Búrfellsstöð24. Í tengslum við sýningu Hallsteins Sigurðssonar gaf Landsvirkjun út sýningarskrá með skýringum á guðum og hugtökum úr goðafræði ásatrúar eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing en bæklingurinn kom að auki út á ensku undir heitinu What of the Gods.25 Hugmyndin að sýningunni og hönnun hennar var í höndum þeirra Árna og Hallsteins auk Þorsteins Hilmarssonar. Með því að gera Laxárstöð að heimkynnum goðanna tengir Landsvirkjun orkuvinnslu sína við beislun frumkrafta heimsins og sköp- unarsöguna eins og hún birtist í heimspeki og trú norrænna manna. Í bæklingnum segir meðal annars: „The Sculptures are arranged in the tunnels and vaults of Laxá Station, so that the visitors travel from the world of men to that of the gods and back again“26. Starfsemi fyrirtækisins fær með þessum hætti goðsögulegt og forsögulegt yfirbragð og stöðvar- húsið verður heimur ímynda menningararfsins eins og þær eru túlkaðar úr Eddukvæðunum af nútímalistamanni. Í takt við tíðarandann Landsvirkjun sýnir mikla breidd í stuðningi sínum við menningarstarf- semi. Stærsta menningarverkefni Landsvirkjunar árið 2007 var kostunar- samningur við Steingrím Eyfjörð vegna þátttöku hans fyrir Íslands hönd í Feneyjatvíæringnum með sýninguna „Lóan er komin“. Kostun er aldrei hlutlæg heldur viðskipti og Landsvirkjun samdi um að sýningin yrði sett upp í Ljósafossstöð sumarið 2008 auk þess sem fyrirtækinu var heimilt að nota list Steingríms við hönnun ársskýrslu og í auglýsingar og annað kynningarefni.27 Ársskýrslan ber svipmót sýningarskrár en með henni samsamar fyrirtækið sig eiginleikum frumkvöðulsins og framúrstefnulista- mannsins sem stendur þó styrkum fótum á þjóðlegum minnum líkt og titill sýningarinnar „Lóan er komin“ gefur til kynna.28 24 Combine nature and culture in your sightseeing, Reykjavík: Landsvirkjun, (e.d.), [Ártal vantar]. 25 Árni Björnsson, „Hvað er með ásum?“, sýning á verkum Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara. Ferð um goðheima í Laxárstöð, Reykjavík: Landsvirkjun, (e.d). 26 „Höggmyndunum er komið fyrir í göngum og hvelfingum Laxárstöðvar þannig að gestir ferðast úr mannheimum í goðheima og aftur til baka.“ Þýðing mín úr bæklingnum Combine nature and culture in your sightseeing, bls. 3. 27 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008. 28 Landsvirkjun, Ársskýrsla 2007.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.