Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 28

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 28
28 VALDiMAR TR. HAFSTEin inda og milli einstakra greina lista eða vísinda – voru heldur ekki gerðar með þeim hætti sem nú tíðkast. Frá sjónarhóli nútímans voru virtúósarnir fjölfræðingar og oft fjölhæfir listamenn, en þeir voru fyrst og fremst athafnamenn sem notuðu þekkingu sína og hæfileika til að skapa sér atvinnutækifæri þar sem engin voru fyrir og til þess að ávinna sér virðingu aðals og embættismanna. Þeir sönkuðu að sér virðingarhlutum, rannsökuðu þá og lýstu þeirri þekkingu sem hlut- irnir stóðu í sambandi við. Jafnframt stilltu þeir þeim út til sýnis í söfnum sem þeir settu á laggirnar hver á sínum stað og vöktu undrun og virðingu þeirra sem sóttu þá heim. Saman sköpuðu þessir menn nýja tegund hlut- gerðrar þekkingar og bjuggu um leið í haginn fyrir nýja stétt veraldlegra menntamanna í Evrópu.7 Fyrir endurreisn og nýöld hafði miðaldakirkjan verið handhafi þekk- ingar; sönn þekking gat aðeins þrifist í skjóli kirkjustofnunarinnar og átti talsverðan þátt í myndugleika hennar. Á upphafsskeiði nútímans kemur veraldlegi menntamaðurinn hins vegar fram sem þriðja aflið í evrópskum samfélögum, við hliðina á hinu pólitíska og geistlega valdi, hirðinni og kirkjunni.8 Þetta gerðist um leið og hratt fjaraði undan heimsmynd mið- alda. nýtt landslag leit dagsins ljós við fund „nýja heimsins“ og saman- burðurinn afhjúpaði hve afstæð stjórnskipan, lífshættir og gildi „Gamla heimsins“ voru. Á sama tíma brutu siðaskiptin vald miðaldakirkjunnar á bak aftur í norður-Evrópu og gagnsiðbótin í Suður-Evrópu setti kirkjunni sömuleiðis ákveðin mörk. Þetta sögulega rof opnaði glufur sem klárir einstaklingar gátu nýtt sér til að koma sér á framfæri sem fagmenn á sviði veraldlegrar þekkingar. Þetta voru virtúósar, þ.e.a.s. virðulegir menntamenn með brennandi áhuga 7 Krysztof Pomian, Collectors and Curiosities, Paris and Venice, 1500–1800, Cambridge: Polity, 1990; Arthur MacGregor, Curiosity and Enlightenment: Collectors and Collections from the Sixteenth to the Nineteenth Century, new Haven: Yale University Press, 2007; Patrick Mauries, Cabinets of Curiosities, London: Thames and Hudson, 2002; Dominik Collet, Die Welt in der Stube. Begegnungen mit Außereuropa in Kunstkammern der Frühen Neuzeit, Ritröð: Veröffentlichungen des Max-Planck- instituts für Geschichte, 233, Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht, 2007. 8 Eva Schulz, „notes on the History of Collecting and of Museums“, Journal of the History of Collections, 2/1990, bls. 175–187, hér bls. 175; Luce Giard, „Remapping Knowledge, Reshaping institutions“, Science, Culture and Popular Belief in Renaissance Europe, ritstj. Stephen Pumfrey, Paolo L. Rossi og Maurice Slawinski, Manchester og new York: Manchester University Press, 1991, bls. 19–47, hér bls. 19.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.