Skírnir - 01.01.1961, Page 7
HÁSKÓLI ÍSLANDS
FIMMTUGUR.
Háskóli fslands hélt hátíðlegt fimmtíu ára afmæli sitt
dagana 6. og 7. október í ár með látlausri viðhöfn í hinu
nýja samkomuhúsi sínu við Hagatorg hér í bæ. Ber mönn-
um saman um, að sú athöfn öll hafi farið fram með þeim
hætti, sem stofnuninni sæmdi, og verið þjóðinni til vegs
og nytsemdar.
Stofndagur Háskóla íslands er talinn 17. júní 1911, en
ekki tók hann til starfa fyrr en í byrjun október það ár,
og þótti af ýmsum sökum eðlilegra að miða hátíðaliöldin
við þann tíma. Skólinn var stofnaður samkvæmt lögum
frá 30. júlí 1909 og fjáraukalögum fyrir 1910—11, þar
sem stofndagurinn var ákveðinn. Þessi lagaákvæði eiga
sér langa sögu, sem hér verður ekki rakin, en helztu
áfangarnir á leiðinni eru þessir: Prestaskóli var settur á
stofn 1847, lœknaskóli 1875 og lagaskóli 1908. Með stofn--
un Háskólans eru þessir þrír skólar sameinaðir, presta-
skólinn verður gu&frœðideild, læknaskólinn lœknadeild og
Iagaskólinn lagadeild. Við er svo bætt heimspekideild, og
varð þegar frá upphafi meginhlutverk hennar rannsóknir
og kennsla í íslenzkum fræðum, þótt verksvið hennar hafi
síðan víkkað mjög. Ein deild, verkfræ&ideild, hefir bætzt
við, síðan Háskólinn var stofnaður. Kennsla i henni hófst
19. okt. 1940, en formlega var hún ekki stofnuð fyrr en
með lögum nr. 66/28. des. 1944.
Háskóli Islands hafði í upphafi aðsetur í Alþingishús-
inu, og var það húsnæði vitanlega ætlað til bráðabirgða,
en setan þar reyndist lengri en fyrirhugað var. Kom hér
cinkum til skilningsleysi valdamanna — og er það löng
saga. En fyrir framsýni og atorku mætra manna — og þá