Skírnir - 01.01.1961, Page 8
6
Háskóli Islands fimmtugur
Skímir
framar öllu Alexanders Jóhannessonar prófessors — var
Happdrætti Háskólans stofnað, og hefir það síðan staðið
undir liinum miklu byggingarframkvæmdum Haskólans.
Háskólahúsið var vígt 17. júní 1940.
Saga Háskólans frá 1911 til 1940 er tímabil kyrrstöðu.
Skólinn átti þó á að skipa mjög mætum og framsýnum
mönnum — ekki síður en nú. En þjóðfélagið virðist ekki
hafa gert sér grein fyrir gildi hans, um fram allt ekki
fyrir því, að þörfin fyrir háskólamenntaða menn hlaut
að aukast. Jafnvel mjög mætir stjórnmálamenn — og
meira að segja sumir prófessoranna — vildu draga úr að-
sókn að honum. Hér eimdi eftir af kotungshugsunarhætti
frá nýlendutímabilinu, sem magnaðist við kreppuhugar-
farið, sem gagntók þjóðina milli 1930—1940. Þá mun
einhver vottur af öfundsýki í garð embættismanna og
annarra menntaðra manna, sem raunar stingur enn upp
kollinum, hafa átt drjúgan þátt í afstöðu almennings og
valdamanna, sem eru og eiga að nokkru leyti að vera
spegilmynd af vilja kjósenda sinna.
En eftir 1940 hefir Háskólinn verið í stöðugum vexti.
Vitanlega hafa byggingarframkvæmdirnar stuðlað mikið
að þessu. Bætt vinnuskilyrði kennara og nemenda skapa
aukin afköst. En þetta eitt er ekki ástæðan. Breytt viðhorf
í þjóðfélaginu eru ein meginorsökin. Háskólinn verður
tæpast annað og meira en það, sem þjóðfélagið vill, að
hann sé. Vitanlega gegnir hann forystuhlutverki. En ef
þjóðin vill ekki sinna tillögum hans um vöxt og viðgang
starfsemi hans, hlýtur það að setja mark sitt á hann. Menn
verða að skilja, að Háskólinn getur aldrei orðið sú háborg
íslenzkrar menningar, sem honum er ætlað að vera, nema
þjóðin öll — og þá sérstaklega þeir, sem hún hefir falið
forsjá mála sinna — geri sér grein fyrir þörfum hans og
hlvnni að honum í hvívetna.
Á þessu afmæli Háskólans telur Skírnir, sem annars er
mjög gjarnt á að líta til baka og rannsaka söguna, við eiga
að líta fram á veginn. Þess gerist síður þörf, að segja sögu