Skírnir - 01.01.1961, Page 9
Skírnir
Háskóli íslands fimmtugur
7
skólans, þar sem nýlega er út komið greinargott yfirlit
um það efni eftir Guðna Jónsson prófessor.
í vaxandi þjóðfélagi verður ekki lijá því komizt, að
stofnanir vaxi, annað er afturför. Húsakostur Háskólans
hlýtur að rýmka. Háskólahúsið er þegar orðið alltof lítið
fyrir starfsemi hans. Á þessu verður ráðin bót, svo er
Happdrætti Háskólans fyrir að þakka. Starfslið Háskól-
ans hlýtur að aukast, ef hann á að geta sinnt ætlunarverki
sínu. Ég skal aðeins minnast á það, sem mér er kunnast,
en þau atriði varða mest hugvísindi. Stofna verður pró-
fessorsembætti í erlendum málum. Mest aðkallandi er
prófessorsembætti í ensku, og með heimflutningi hand-
ritanna og tilkomu handritastofnunarinnar, sem ríkis-
stjórnin hefir lofazt til að koma á fót í tilefni af fimmtugs-
afmæli Háskólans, ber nauðsyn til að koma á prófi í nor-
rænum málum með Iíku sniði og tíðkast á Norðurlöndum,
en það krefst prófessorsembættis í norrænum málum og
hókmenntum. Að öðru leyti geta norrænu sendikennar-
arnir sinnt kennslunni. Það er ekki vansalaust, að ekki
skuli vera hér emhætti í heimspeki annað en kennarans
í forspjallsvísindum, sem auk þess þarf að kenna upp-
eldisfræði og getur því ekki óskiptur stundað heimspeki-
leg fræði. Menntamenn nútímans skortir fátt meira en
grundvöll til þess að reisa lífsskoðun sína á. Heimspekin
á að geta vísað þeim veginn. Hún er ekki aðeins fyrir sér-
fræðinga, heldur nauðsynleg öllum menntuðum mönnum.
Engin norræn þjóð hefir betri aðstöðu til þess að rann-
saka norræna réttarsögu en íslendingar, enda höfum við
átt frábæra sérfræðinga á því sviði (t. d. Vilhjálm Finsen
og Ólaf Lárusson). Stofnun prófessorsembættis í þessari
grein er því höfuðnauðsyn.
Mesta nauðsynjamál, sem þolir enga bið, er sameining
Háskólahókasafns og Landsbókasafns. Ef handritastofnun-
in á að verða hornreka í Landsbókasafnshúsinu á sama hátt
og Háskólinn varð niðursetningur í Alþingishúsinu, er
hætt við, að minna verði úr starfsemi hennar en til er ætl-