Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 10
8
Háskóli íslands fimmtugur
Skirnir
azt. Af þessum sökum og raunar fleirum ber þeim, sem
völdin hafa, að hefjast þegar handa. Nú þegar ætti að
skipa byggingarnefnd og gera Alexander Jóhannesson að
formanni hennar. Stofna ætti til norrænnar samkeppni
um teikningu og ákveða húsinu stað á hinum nýju lend-
um, sem bæjarstjórn Reykjavíkur gaf Háskólanum af
rausn sinni nú á afmælinu.
Eitt af því, sem nú stendur starfsemi Háskólans mest
fyrir þrifum, eru launakjör kennaranna og skortur á
aðstoðarfólki. Til þess er ætlazt, að prófessorarnir séu
ekki aðeins kennarar, heldur einnig rannsakendur. Fyrsti
rektor Háskólans, dr. Björn M. Ólsen, markaði þessa
stefnu þegar í upphafi. Honum fórust svo orð í setningar-
ræðu sinni 17. júní 1911:
Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt:
1) að leita sannleikans í hverri fræðigrein fyrir
sig, — og
2) að leiðbeina þeim, sem eru í sannleiksleit,
hvernig þeir eigi að leita sannleikans í hverri grein
fyrir sig.
Með öðrum orðum: liáskólinn er vísindaleg rann-
sóknarstofnun og vísindaleg frcéðslustofnun.
Engan veginn skal því neitað, að margir prófessorar
hafa innt af höndum mjög merkileg rannsóknarstörf.
Flestir hafa þó gert þetta við ill skilyrði, og afköst þeirra
hefðu orðið meiri og betri, ef starfsaðstaða hefði verið
sæmilegri. Islenzkur verkfræðingur, sem nam á Þýzka-
landi fyrir stríð, sagði mér þessa sögu um félaga sinn:
Hann fékk atvinnu hjá fyrirtæki, en laun hans nægðu ekki
til framfærslu fjölskyldunnar. Maðurinn útvegaði sér
aukavinnu, en þegar húsbóndi hans komst að þessu, sagði
hann, að sitt fyrirtæki gæti ekki verið þekkt fyrir, að
starfsmenn þess lifðu á snöpum. Slíkt rýrði álit þess. Og
hann greiddi manninum það, sem hann taldi sig þurfa,
gegn því, að hann léti af aukavinnuni. Ég hygg, að hugs-
unarháttur hins þýzka forstjóra ætti að ryðja sér til rúms