Skírnir - 01.01.1961, Síða 13
Skírnir
Jón Sigurðsson
11
ast á vettvangi þjóðlífsins eftir tæplega 6 alda kúgun erlends
valds. Hvert sem horft var, mátti eygja kalblettina á íslenzka
þjóðarlíkamanum, og svo báglega var komið, að síðustu for-
vöð virtust, ef takast ætti að græða þá aftur til lífs. Einveldi
Danakonungs hafði trónað i hásæti hátt á aðra öld, skilnings-
laust á þarfir eylandsins norður í Atlantshafi, sem til veldis-
ins heyrði, en gerði því ríkari kröfur til þess, að nýlenda þessi
væri albúin til að veita „móðurlandinu“ skilyrði til að láta
greipar sópa um það, sem nýtilegt mátti telja. Þannig voru
kjör þegnanna háð duttlungafullum stjórnarskrifstofum suður
við Eyrarsund, þar sem engin aðstaða var til að gera sér í
hugarlund bágborin lífsskilyrði þessara fátæku þegna í óra-
fjarlægð. Innlent stjómvald var fyrir löngu úr sögunni, —
síðustu tákn þess vom leifarnar af Alþingi og biskupsstól-
unum, sem hvort tveggja leið undir lok á ofanverðri 18. öld.
Og nokkrum áratugum eldri en einveldið var sjálf einokunar-
verzlunin, ein af hinum ægilegustu plágum, sem yfir Island
hefur dunið frá upphafi vega. Með kaupþrælkuninni, sem
einokunarverzlunin hefur oft réttilega verið nefnd, tókst að
murka hægt og bítandi lifsþróttinn úr þjóðinni, svo að öllum
mátti vera það Ijóst undir lok 18. aldar, að losa varð um
hlekkina að einhverju leyti, ef þjóðin átti ekki beinlínis að
líða undir lok. En kaupþrælkunin var gott dæmi þess, hvern-
ig tókst af mannavöldum að vinna þann halla upp, sem harð-
ræði náttúrunnar og aðrar plágur aldanna höfðu orðið að láta
staðar numið við í miskunnarlausri viðleitni til að tortíma
þjóðinni. Nýlenduskipulagið leyndi sér ekki: Allt nýtilegt var
numið á brott, ekkert veitt í staðinn til að auðvelda lífsharátt-
una, halda við vonarneistanum. Bar þar allt að sama brunni,
hvort heldur í hlut átti innlent stjórnvald jafnt sem fjármunir
eða handrit, — eftir stóð fámenn þjóð, sem í niðurlægingu
sinni mestu hafði ekki annað en skóbætur handa börnum sín-
um að tönnla. Litill sem enginn vottur þess var sjáanlegur,
að hinir útlendu ráðamenn hefðu hugmynd um það, að svo
framarlega sem þjóðin átti að lifa, varð hún að hljóta efnaleg
sem andleg skilyrði til þess. Það var því ekki óeðlilegt, þótt
landsmenn væru smám saman brenndir marki dáðleysis og