Skírnir - 01.01.1961, Síða 16
14
Einar Laxness
Skímir
beint til hennar að sækja, t. d. ytra yfirbragð. Systkini Jóns
voru tvö: Jens (f. 1813) latinuskólakennari í Reykjavík, síð-
ar rektor, og Margrét (f. 1816) gift Jóni skipherra Jónssyni
á Bíldudal, síðar húsfreyja að Steinanesi í Arnarfirði.
Frá blautu bamsbeini var Jón Sigurðsson alinn upp við
lífsskilyrði hinnar íslenzku bændaþjóðar, kynntist algengri
vinnu til lands og sjávar. Hann reri á vertíðum á unglings-
ámm og þótti þar liðtækur vel. 1 því andrúmslofti, sem hann
ólst upp í, var góður jarðvegur til að vekja áhuga unglings
á fornum fróðleik. Hafa í þann jarðveg sáð foreldrar Jóns og
afi hans, sr. Jón á Rafnseyri, sem enn var á lifi, en hann hafði
þótt námsmaður góður í skóla. Hér má og nefna sr. Markús
Eyjólfsson, fyrrum prest á Söndum í Dýrafirði, er lengi var
heimilismaður á Rafnseyri og þótti fróðleiksmaður og lista-
skrifari. Jón hefur því snemma drakkið í sig þann áhuga á
fommenntum íslenzkum, sem beindi lífi hans á braut þess
vettvangs, er varð annar höfuðþáttur lífsstarfs hans. Gerðist
hann á unga aldri góður skrifari og tók að sér ýmsar skriftir
fyrir sveitunga sína.
Þess er getið, að sr. Sigurður á Rafnseyri hafi verið góður
námsmaður á yngri árum, eins og faðir hans, og svo mikið
er víst, að piltar voru hjá honum í læri, því að hann var
orðlagður kennari. Jón sonur hans lagði einnig stund á allar
námsgreinar hjá honum, þær er kenndar voru í Bessastaða-
skóla undir stúdentspróf. Þessu námi lauk Jón vorið 1829,
er hann var tæplega 18 ára gamall. Þegar hann hafði náð
þeim áfanga, var hann sendur suður til Reykjavíkur til
Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests, er skyldi prófa hann
og útskrifa að því búnu sem stúdent. Fór það svo, sem til var
ætlazt, og var Jón útskrifaður 1. júní 1829 með góðum vitnis-
burði sem og miklu lofi fyrir þekkingu og gáfur.
Ekki var mn það að ræða, að Jón færi í prestsembætti, svo
ungur sem hann var þá, og eigi að heldur hvarf hann til
Kaupmannahafnar til frekara náms næstu árin, hvað sem
því hefur valdið. Reyndin varð sú, að Jón gerðist sumarið
1829 starfsmaður hjá verzlun einni í Reykjavík, sem rekin
var af dönskum kaupmanni, P. C. Knudtzon, en verzlunar-