Skírnir - 01.01.1961, Page 17
Skimir
Jón Sigurðsson
15
stjóri hans var Einar stúdent Johnsen, föðurbróðir Jóns.
Gegndi Jón því starfi þó aðeins um 1 árs skeið, til vors 1830.
Til þessarar vistar mun vafalaust mega rekja upphaf kynna
hans við konuefni sitt, Ingibjörgu frændkonu sína, sem var
dóttir Einars verzlunarstjóra. Þótt hún væri nokkru eldri
en Jón (f. 1804), tókust með þeim ástir, og voru þau heit-
bundin, áður en Jón fór utan 3 árum síðar. Ingihjörg var
hin ágætasta kona, og er mál manna, að sambúð þeirra hafi
orðið hin bezta.
I sambandi við þjóðmálastörf Jóns síðar meir er vert að
hafa í huga, að á þessu ári hans við verzlunarstörf hefur
hann einmitt aflað sér góðrar innsýnar í fyrirkomulag verzl-
unarmála í landinu, og sérstaklega hefur það lokið upp aug-
um hans fyrir því, hvar skórinn kreppti helzt að í þeim efn-
um. Slíkt hefur reynzt honum ágætur lærdómur og gert
hann stórum hæfari til að fjalla um þau mál af fullkomnu
raunsæi síðar.
Vorið 1830 hvarf Jón frá verzlunarstörfum og réðst sem
skrifari Steingrims biskups Jónssonar, er bjó í Laugarnesi
við Reykjavík, og því starfi gegndi hann um tveggja ára skeið.
Hér reyndist hann hinn bezti starfsmaður, svo að Steingrímur
biskup lætur þess getið, að Jón sé bezti skrifari, sem hann
hafi haft í þjónustu sinni. Sú undirstaða, sem Jón hafði hlot-
ið í æsku, til kunnugleika á íslenzkum fræðum treystist að
miklum mun í þessu nýja starfi hans hjá hinum mikla fræði-
manni, Steingrími biskupi. Átti biskup gott bókasafn, þar
sem saman voru komin ókjör af íslenzkum handritum, runn-
in úr eigu Hannesar biskups Finnssonar og ættmenna hans.
Þessu bókasafni átti Jón m. a. þátt í að raða, auk þess sem
hann fékkst við að rita upp gömul skjöl, svo að þekking hans
á þessu sviði hlaut að styrkjast verulega. Hefur þessi vist ugg-
laust orkað mjög á þá lifsbraut, er hann síðar tróð. Og ekki
drógu þar úr kynni hans við Sveinbjörn Egilsson, síðar rekt-
or, en Jón var við grískunám hjá honum sumarið áður en
hann fór utan.
Þar rak þó að því, að Jón hugði til utanfarar og háskóla-
náms árið 1833. Var þá fjárhagur hans styrkari orðinn en