Skírnir - 01.01.1961, Page 20
18
Einar Laxness
Skírnir
þess var tæpast að vænta, að mikill timi yrði aflögu til að
sitja yfir skólabókum og lesa til embættisprófs, enda má ætla,
að sú ráðagerð hafi verið úr sögunni þegar 1839. Allt um
það varð það gæfa landa hans hin mesta að fá til stjórn-
málaforystu þennan mikla hæfileikamann á þeirri stundu, er
sá tími gekk í garð, sem hagstæður mátti vera íslendingum.
Og slíkt reyndist í raun og veru ómetanlegt einmitt á ára-
tugnum 1840—50. Þeir menn, sem mestar vonir höfðu verið
bundnar við til stjórnmálaforystu, Baldvin Einarsson og sr.
Tómas Sæmundsson, voru báðir fallnir í valinn um aldur
fram, — „en bótin er, Jón Sigurðsson lifir, Vestfirðingurinn“,
eins og fátækur sýslungur Jóns og stuðningsmaður komst svo
vel að orði. Það þurfti vissulega styrka hönd til að leiða sam-
takalausa, fámenna og vanrækta þjóð fyrstu sporin á þjóð-
málabraut vaknandi aldar. Án hans er óvíst, nema um ann-
að hefði verið að ræða, þegar bezt lét, en hikandi spor, sem
óvíst var, hvert hefðu leitt. Á það er og sérstaklega að líta,
að það hlaut að reynast happasælt að fá til forystu mann,
sem auk gáfna sinna og þekkingar naut þeirrar aðstöðu að
vera búsettur erlendis, í stórborginni, þar sem Islandsmál
voru ráðin. Öhjákvæmilegt var, að hann kæmist í allnáin
kynni við helztu stjórnmálamenn Danmerkur og gæti þann-
ig gjörþekkt, hverjar stjómmálahræringar vom efst á baugi
á hverjum tíma, og tekið afstöðu í samræmi við þær. Af því
leiddi, að honum varð ljósara en ella, hverjum augum menn
litu íslenzk málefni ytra og hvenær stundin var hentug til
að neyta færis og knýja hagstæð mál fram.
Jón Sigurðsson óx til pólitísks þroska á miklum umbrota-
árum í sögu Evrópu. Hann sprettur upp úr byltingajarðvegi,
sem hlaut að hafa rík áhrif á hvern þann mann, sem um
stjórnmál hugsaði. 1 kjölfar þess gerist hann sá forystumaður
íslenzkrar þjóðfrelsisbaráttu, sem mótar þær stjórnarfars-
kröfur fyrir landa sína, sem undirokaður lýður setti á odd-
inn á svipuðum tíma á meginlandi Evrópu, en byggðar eru
á fullkominni þekkingu á sögulegum forsendum þeirrar sér-
stöðu, sem íslenzk réttindabarátta hvíldi á.