Skírnir - 01.01.1961, Síða 22
20
Einar Laxness
Skirnir
sem Knudtzon kaupmaður, sá hinn sami, er Jón hafði fyrr-
um verið í þjónustu hjá, var til andsvara af hálfu kaupmanna.
Tók Jón þá upp vörnina fyrir landa sína, sem skjótt breytt-
ist í fulla sókn. Ritaði hann undir dulnefni í 3 tbl. Koben-
havnsposten i júní 1840. Sýnir hann einkum fram á, að raun-
verulega feli deilurnar eingöngu í sér baráttu milli verzlun-
arfrelsis og einokunar. Leggur hann áherzlu á það, hversu
skaðvænt ófrelsið sé fyrir Island, einkum með tilliti til þess,
að verzlun sé bundin við smáþjóð, eins og Dani, sem engin
skilyrði hafi til að veita Islendingum þá verzlunaraðstöðu,
er stærri þjóðir hefðu tök á. Knudtzon kaupmaður lét grein-
um Jóns ósvarað og vottaði með því veikan málstað. En nú
lét Jón skammt líða stórra högga á milli á þessu sviði. I ágúst
1841 birti hann í sama blaði og áður fræðilega grein um mál-
ið undir dulnefninu „Islendingr“. Þar lét hann skorinort í
ljós, að ekkert dygði nema fullkomið verzlunarfrelsi og að
þær lítilfjörlegu lagfæringar, sem landsmenn höfðu farið
fram á, gengju allt of skammt. Telur hann alla velmegun
landsins undir því komna, að verzlun sé sem frjálsust milli
þjóða og það sé náttúrlegur réttur Islendinga að hljóta slíkt
frelsi sem aðrar þjóðir. Að öðru leyti studdi Jón mál sitt
veigamiklum rökum og sýndi, að hann hafði góð tök á efnivið
sínum, — hafði rannsakað hann og ihugað af gjörhygli. Var
fastlega að vænta, að Jón yrði þess valdur, að miklu meiri
gaumur yrði gefinn þörfum landsins en áður, bæði meðal
íslendinga og Dana. Næstu árin leggur hann áherzlu á það
að vekja landa sína til umhugsunar um nauðsyn verzlunar-
umbóta, einkum að ýta við þeim til að semja bænarskrár,
þar sem krafizt sé algers verzlunarfrelsis.
tJr því hér var komið sögu, tók lýðum að verða ljóst, að
Jón Sigurðsson hafði tekið forystuna í sinar hendur meðal
landa sinna í Höfn, og ætla má, að hann hafi sjálfur stefnt
markvisst í þá átt. I febrúar 1841 stofnsetti Jón félag sitt í
Höfn, er sama ár hóf útgáfu Nýrra félagsrita. Stefnuskrá rit-
anna fólst í því að vinna að gagnsemi Islands með því að
vekja menn til umhugsunar um þjóðleg málefni með hlið-
sjón af reynslu annarra þjóða. Þannig hafði Jón Sigurðsson