Skírnir - 01.01.1961, Síða 24
22
Einar Laxness
Skírnir
svo að engin mál þyrftu að fara hingað nema til konungs-
úrskurðar“. Það var því að vonum, að hann hvetti menn til
að taka konungsboðskap um Alþing fagnandi, en slikra hvatn-
inga var þörf, þótt undarlega hljómi, því að langt í frá var,
að allir væru sammála um gagnsemi Alþingis, með því að
einblínt var á hið gamla þing 18. aldarinnar. Skipan nýs
þings vildi Jón hafa svo lýðræðislega sem unnt var að krefj-
ast á þeim tíma. Þingfulltrúar yrðu 30—32, kosnir beinum
kosningum, auk konungkjörinna þingmanna, a. m. k. þriggja.
Kosningarétt og kjörgengi vill hann hvorugt láta vera háð
fjáreign, enda var það bein stæling á kosningaskipun dönsku
stéttaþinganna, sem aftur voru eftir prússneskri fyrirmynd.
Jón sá, að slik eftiröpun hentaði engan veginn íslendingum,
þar sem þorri bænda yrði þannig sviptur pólitískum réttind-
um. I þess stað vildi hann gefa mönnum af öllum stéttum
kosninga- og kjörgengisrétt, hafi þeir náð 25 ára aldri, séu
búsettir í landinu og hafi óflekkað mannorð. Sem annan kost
vildi hann, að kosningaréttur yrði einungis miðaður við tíund,
af 10 hndr. eign, — og ekki einungis jarðeign, — en kjör-
gengi hins vegar ekki. Taldi hann einmitt „öllu áríðanda, að
vér lífgum og notum alla þá krafta sem auðið er að nota,
vegna þess þeir eru litlir nú sem stendur, þótt öllu sé beitt
sem beitt verður, en jafnvel kosningarrétturinn getur vakið
menn til eftirþánka um hagi landsins, og kveikt löngun, fram-
takssemi og alúð á að vinna fósturjörðinni gagn eftir mætti“.
Þá víkur hann að sjálfsögðu að deilumálinu viðkvæma um
staðsetningu þingsins. Dregur hann enga dul á þá skoðun
sína, að hagkvæmast sé að hafa það í Reykjavík. Röksemdir
hans, höfuðborginni til framdráttar, er óþarft að tína til hér,
enda liggja þær í augum uppi í dag, svo var mikil framsýni
hans. Skilningi hans er vel lýst með þessum orðum: „En þótt
hugur og tilfinningar mæli fram með Þingvelli, þá mælir að
minni hyggju skynsemi og forsjálni með Reykjavík“. Stað-
arvalið var þó ekkert aðalatriði að hans dómi. Þá vildi hann
hafa umræðurnar á þingi öllum opnar, en það var í fullu
samræmi við þá skoðun hans, að alþýða landsins ætti frá
upphafi að geta orðið virkur aðili í hinu pólitíska lífi, sem