Skírnir - 01.01.1961, Side 25
Skirnir
Jón Sigurðsson
23
landsmanna beið, — á þinginu yrði ekki annað rætt en mál-
efni fólksins í landinu. Þess vegna vekur hann sérstaka at-
hygli á pólitískum skyldum landa sinna, og hefur jafnframt
á orði, að sérhver landsmaður eigi svo að búa sig undir þing-
ið, sem hann ætti að verða þingmaður sjálfur. — Að öðru
leyti leggur Jón ríkt á við embættismannanefndina, sem til-
lögur skyldi gera um þingið, að hafa staðfastlega í huga: „Það
er þá fyrst, að nefndin hafi staðfastlega fyrir augum, að
alþingislögin eiga að vera handa Islandi . . . Islands þarfir og
Islands stjórn eiga alltaf að vera hið fremsta, og skal ekki
reyna til hvort ekki mætti nota hitt eða þetta, nema þar sé
nauðsyn og gagn að. Þetta er grundvallarregla, sem hver fs-
lendingur óskar að nefndin fylgi ...“ Var sannarlega ekki
vanþörf á að brýna þetta heilræði fyrir embættismönnunum,
sem flestir stóðu föstum fótum í jarðvegi einveldisins, þar sem
aldrei var vikið út fyrir þann ramma, sem ráðandi stétt í
Danmörku markaði hugsun manna.
Alþingishugsjón Jóns Sigurðssonar var háleit, — það var
lýðræði fólksins, sem að var stefnt framar öllu, en ekki for-
réttindi hnignandi stétta í úreltu skipulagi. Því segir hann í
ritgerð sinni: „Alþing er enganveginn sett höfðingjum i vil
heldur fyrst og fremst alþýðu.“ Varar hann bændur við því
að kjósa mjög embættismenn til þingsetu, þar sem þá væri
hætta á því, „að alþýða missti framfara þeirra sem til er
ætlazt hún fái af þingunum og gagni hennar ekki væri fylgt
sem skyldi“. Slíkar raddir voru ekki ýkja-algengar á þessum
tíma, en voru teknar að ryðja sér nokkuð til rúms meðal
frjálslyndra menntamanna islenzkra. Þessi merka ritgerð Jóns
sýnir okkur fagra hugsjón einkennda pólitískum þroska og
boðaða af rikum sannfæringarkrafti, er benti til, hvers mátti
vænta af hinum unga menntamanni, er á pennanum hélt
i Höfn.
Komandi ár lét Jón Sigurðsson mjög til sín taka þær um-
ræður, sem fram fóru, bæði á Islandi og Danmörku, um skipu-
lag Alþingis. Mátti hann heyja baráttu sína á tveimur víg-
stöðvum, ef svo má til orða taka. Annars vegar að beita áhrif-
um sínum til heppilegrar lausnar málsins með viðræðum