Skírnir - 01.01.1961, Síða 26
24
Einar Laxness
Skírnir
við danska stjórnmálamenn, er helzt voru Islendingum hlið-
hollir, einkum Orla Lehmann og Balthasar Christensen. Hins
vegar með ritsmíðum í dönskum blöðum og Nýjum félags-
ritum gegn tillögum emhættismannanefndarinnar og Páls
amtmanns Melsteðs. Taldi hann skoðanir embættismanna
ganga alltof skammt, hafa á sér óþjóðlegan blæ, þar sem þær
væru ekki miðaðar við þarfir Islendinga. Nefndin hafði gert
tillögur um ekki fleiri en 21 þjóðkjörinn þingmann, kosn-
ingarétt og kjörgengi bundið jarðeign, 10 hndr. eða lífstíðar-
ábúð á 20 hndr. og 1000 ríkisd. húseign í Reykjavík. Vildi
hún og leyfa, að danska væri töluð á þinginu. Meðal Dana
var jafnvel litið óhýrum augum á þessar tillögur og þær
taldar bera of mikinn keim hinnar dönsku fyrirmyndar. tJr
því þannig var á málin litið ytra, var ekki að undra, þótt Jón
léti frá sér heyra. Hann og Brynjólfur Pétursson höfðu eink-
um forgöngu um að skýra málið fyrir dönskum stjórnmála-
mönnum, er það var tekið fyrir á Hróarskelduþingi 1842.
Niðurstaðan varð sú, eftir mikið þóf þar, að leiðrétting sú á
tillögum embættismannanna, sem Balthasar Christensen hafði
borið fram, fékkst ekki samþykkt, en þó vannst það á, að til-
laga nefndarinnar var samþykkt til bráðabirgða, með því for-
orði, að hinu fyrsta Alþingi gæfist kostur á að segja álit sitt
á skipun þingsins í framtíðinni. Var það þolanleg lausn, eins
og á stóð, enda vonlaust um samþykkt frekari breytinga á
Hróarskelduþingi. fslendingar í Höfn undir forystu Jóns freist-
uðu þess í ársbyrjun 1843, með fundahöldum og síðar ávarpi,
að fá konung til að samþykkja tillögur þeirra, en allt kom
fyrir ekki, og var alþingistilskipunin gefin út 8. marz 1843,
samkv. meðmælum kansellís, en byggð á tillögum embættis-
mannanefndarinnar með þeim fyrirvara, sem samþykktur
var á Hróarskelduþingi.
En hvað hafði nú áunnizt, þrátt fyrir allt? Jóni Sigurðs-
syni hafði tekizt með stuðningi ýmissa góðra manna að fylkja
fslendingum í Höfn um kröfuna um lýðræðislega skipun Al-
þingis, svo sem bezt hæfði þjóðinni. Smám saman tókst hon-
um einnig að vekja almennan áhuga landa sinna á nauðsyn
málsins, með ritsmíðum sínum í Nýjum félagsritum og í