Skírnir - 01.01.1961, Page 28
26
Einar Laxness
Skírnir
fyrstu kosningamar, 13. apríl 1844, voru 80 kjósendur á kjör-
skrá í ísafjarðarsýslu, en atkvæði greiddu aðeins 52, þar af
hlaut Jón 50, svo að bert mátti vera, hver vilji manna þar
var. Þess er líka að geta, að traustustu stuðningsmenn Jóns
norðan Breiðafjarðar hófu strax sumarið 1843 að beita áhrif-
um sínum Jóni til styrktar. Eiga þar stærstan hlut að máli
frændi hans, sr. Ólafur E. Johnsen á Stað á Reykjanesi, —
sem þó var utanhéraðsmaður, en eldheitur fylgismaður Jóns,
—svo og Magnús bóndi Einarsson á Hvilft í önundarfirði,
sem gerðist einhver traustasti liðsmaður Jóns í Isafjarðar-
sýslu, meðan hans naut þar við, enda kosinn varaþingmaður
sýslunnar.
Jón Sigurðsson endurgalt ríkulega það traust til þing-
mennsku, er honum hafði verið auðsýnt. Frá fyrsta þingi
1845 verður ljóst, að Jón var lífið og sálin í öllum þess störf-
um. Hann gerðist harðskeyttur baráttumaður þeirra réttlætis-
mála, er fram komu, en þau voru sannarlega mörg, þar sem
framfara var þörf á öllum sviðum þjóðlífsins. Hann verður
aðaltalsmaður meirihlutans gegn fulltrúa konungsvaldsins og
þeim embættismönnum, er í fótspor hans fylgdu. Leið heldur
ekki á löngu, unz hann hafði aflað sér svo óskoraðs fylgis
alls þorra þingmanna, að þeir kusu hann til þingforseta, fyrst
1849, en lengstum síðan, er hann kom til þings. Var þess því
ekki ýkja-langt að bíða, að ósk sr. Ólafs í Flatey rættist.
Helztu málin, sem til umræðu komu á fyrstu þingunum,
1845 og 47, voru þessi: Kosningaréttur og kjörgengi, óskir um
rýmkun fyrri ákvæða í samræmi við frjálslynda stefnu fyrri
ára. Verzlunarmálið, skorinorðar óskir um lausn þeirra verzl-
unarfjötra, sem voru þjóðinni því óbærilegri sem lengra leið.
Skipan heilbrigðismála, þar sem óskað var spítalastofnunar,
læknafjölgunar og innlendrar læknakennslu. Á fyrsta þing-
inu komu skólamálin mjög til umræðu, og var Jón aðaltals-
maðurinn, enda fluttar þær tillögur, sem hann hafði hreyft
í ýtarlegri ritgerð í Nýjum félagsritum 1842. Er of langt mál
að rekja það hér, en þess skal aðeins getið, að hér var um
róttækar endurbætur í skólamálum að ræða, stofnun þjóð-
skóla, sem í rauninni var eins konar vísir að háskóla. Þegar