Skírnir - 01.01.1961, Síða 30
28
Einar Laxness
Skímir
manna sem og fjölda annarra einlægra ættjarðarvina, sem
við erlent vald áttu að etja og skammsýna þjóna þess.
Svo fór um flest nytjamála Alþingis fyrstu árin, að þau
fengu takmarkaða áheyrn hjá stjórnarvöldunum í Höfn. Þess
var og vissulega að vænta, a. m. k. fyrst í stað, og því gerði
Jón sér auðvitað grein fyrir. Allt um það lét hann aldrei hug-
fallast eitt andartak. Stefna hans var sú að sýna langlundar-
geð til hins ýtrasta og halda kröfunum látlaust til streitu, en
með því eina móti kæmi sigurinn að síðustu í augsýn. Og
einna mestu taldi hann varða, er hér var komið, að notfæra
sér Alþingi sem öflugt tæki til að vekja stjómmálahugsun
með þjóðinni, auka þroska hennar og þekkingu á málefnum,
sem vörðuðu hag hennar og heill um alla framtíð. „— Alþing
er, og verður að vera, eins konar þjóðskóli landsmanna, til að
venja þá á að hugsa og tala með greind og þekkingu um mál-
efni þau, sem alla varða. I þenna skóla verða landsmenn að
ganga —“ Svo mælti Jón í einni ritgerð sinni. Sjálfur gerði
hann sitt til að úthreiða vitneskju um störf hvers þings meðal
kjósenda sinna, með því að senda þeim þingfréttabréf allt frá
fyrsta þingi og að líkindum ætíð síðan.
Þarf ekki frekar vitnanna við til að sýna, hversu ríkar
vonir Jón batt við Alþingi, — hve lýðræðishugsjónin var
honum háleit. Trú hans á þjóð sína, ef hún mætti sín ein-
hvers, var líka heit, og trú hans á málstað sinn var skilyrðis-
laus. Hann var aldrei í vafa um kenningar sínar, að þær
mundu öðlast staðfestingu, ef ekki þegar í stað, þá í fram-
vindu tímans. I slíkum mönnum brennur hugsjónaeldurinn
öllu öðru fremur.
4.
Snemma árs 1848 verða alger þáttaskil í stjómmálasögu
Danaveldis, og af þvi leiðir, að stjórnfrelsisbaráttan á íslandi
þokast inn á nýjar brautir. Á því ári hóf hinn undirokaði
múgur Evrópu enn fána lýðréttinda á loft. Nær sú harátta
hámarki með byltingunni í Frakklandi í febrúarmánuði þetta
ár. Nokkru áður hafði Friðrik konungur 7. séð sig tilknúinn
fyrir sakir þeirrar ólgu, er á bryddaði í ríkinu, að boða lands-