Skírnir - 01.01.1961, Side 31
Skírnir
Jón Sigurðsson
29
mönnum sínum tilkomu nýrra og frjálslegra stjómarfars,
um leið og einveldið, er staðið hafði frá 1660, skyldi afnumið.
f boðskap þessum var gefið fyrirheit um „frelsi hvers lands-
hluta sér i lagi“. Nú reið á, að íslendingar þekktu vitjunar-
tíma sinn, á hvern hátt við skyldi bregðast. Hér gat tvennt
komið til: Annars vegar, ef illa færi, hætta á, að íslendingar
yrðu þeim böndum reyrðir af yfirþjóðinni, sem tæpast yrði
auðgert að leysa um sinn. Hins vegar horfur á auknum áhrif-
um fslendinga á stjórn eigin mála, jafnvel mátti gera sér í
hugarlund, að innlent stjórnfrelsi væri skammt undan. Hinn
síðari kostur var vissulega sú eðlilega leið málsins, en mikið
hlaut að sjálfsögðu að vera undir viðbrögðum landsmanna
komið. Að þessu leyti birtist enn áþreifanlega, hversu mjög
íslendingar gátu fagnað því láni að eiga sín á meðal þann
stjórnmálamann, —■ Jón Sigurðsson, — sem með margra ára
rannsóknarstarfi á sögu þjóðarinnar hafði gert sér glögga
grein fyrir, hverjum þáttum réttindabaráttan var ofin. Þegar
að því svo kom, að unnt mátti vera að draga þessa þætti fram
í dagsljósið, lét Jón ekki á sér standa, en kom albrynjaður
þekkingu sinni fram á vígvöllinn. Kunngerði hann álit sitt
við þessi tímamót í hinni stórmerku ritgerð Hugvekja til Is-
lendinga í Nýjum félagsritum 1848. Eigi mun ofmælt, þótt
sagt sé, að hún hafi orðið fslendingum stefnuskrá þeirra í
sjálfstæðisbaráttunni næstu áratugina. Hér skal nokkur grein
gerð fyrir höfuðatriðum ritgerðarinnar, því að hún er eftir-
minnilegur áfangi á stjórnmálabraut Jóns sem og upphaf að
markvissri sókn fslendinga á sviði sjálfstæðisbaráttunnar.
„Slíkt tækifæri, sem nú er, gefst ekki á hverjum degi,“ seg-
ir Jón framarlega í ritsmíð sinni og bendir á, hvílík gleði-
stund sé upp runnin til að hagnýta sér hinn nýja frelsisboð-
skap. Ræðir hann í alllöngu máli þær leiðir, er til greina
gátu komið fyrir fsland, en víkur síðan að þessari spurningu:
Hver eru „réttindi íslands“? Megininntak svars hans er á
eftirfarandi lund: Hann telur þau byggjast á Gamla sáttmála,
en samkvæmt honum gekk fsland í samband við Noreg „sem
frjálst land“, með þeim skyldum og réttindum, er í sáttmál-
anum var kveðið á um. Þá er einveldi konungs komst á,