Skírnir - 01.01.1961, Page 32
30
Einar Laxness
Skírnir
játuðu íslendingar því, en þar með hafi þeir hvorki hyllt
Dani „né neina aðra þjoð til einveldis yfir sig“. Afleiðing
þess væri því sú, er konungur afsalar sér einveldinu, „þá
höfum vér ástæðu til að vænta þess, að hann styrki oss til að
halda að minnsta kosti þeim réttindum, sem helguð eru með
hinum forna sáttmála, þegar land vort sameinaðist Noregi;
það er sá grundvöllur, sem vér eigum að byggja á —“ Siðan
víkur Jón að því, hvað farsælast muni reynast Islendingum
við komandi breytingu, og setur þar fram þá fullyrðingu,
sem djarflegt hefur þótt að viðhafa á þessum tíma: „Það
mætti vera þegar fullsannað, að það er og verður ómögulegt
að stjórna Islandi frá Kaupmannahöfn, á sama hátt og híng-
aðtil, nema svo sé, að skjóta eigi loku fyrir alla framför lands-
ins framar enn nú er.“ 1 framhaldi þess rekur hann þær
breytingar, er að hans dómi eru nauðsynlegar á stjórnar-
fyrirkomulagi landsins. Þar kom einkum til greina að „auka
réttindi Alþingis á sama hátt og í Danmörku verður gjört“,
þ. e. a. s. fá Alþingi löggjafarvald í hendur. Á hinn bóginn
vill hann láta setja landstjórnarráð á Islandi, skipað 4 mönn-
um, einum landstjóra eða jarli, er hefði 3 „meðstjórnendur“
sér við hlið, en þeir síðan skiptast á að vera í Kaupmanna-
höfn til að veita þar forstöðu skrifstofu, sem um íslenzku málin
átti að fjalla. Þar víkur Jón og að því atriðinu, er einna mik-
ilvægast mátti telja, að landstjórnarráðið ætti að „hafa ábyrgð
stjórnarinnar á hendi fyrir þjóðinni“. Enn fremur telur hann
sjálfsagt að fá fjárhag landanna aðskildan og vildi láta skipa
nefnd til að semja um það. Þá tekur hann fram, að sam-
bandið milli landanna verði tryggast, „þegar það er byggt á
jöfnum réttindum hvorutveggja“. Setti Jón síðan þá kröfu
fram, að ekkert verði um stöðu íslands ákveðið, fyrr en „full-
trúar lands vors verði kvaddir til álits um það mál og að
óskir þeirra verði heyrðar“. Að endingu hvetur hann landa
sína til að hugleiða vel mál þetta, svo að vilji þjóðarinnar
megi koma skýrt fram. Ef þing verði ekki kallað saman að
sumri, vill hann, að samkomur verði haldnar um málið inn-
anlands, auk þess sem hann hvetur til, að „almennar bænar-
skrár“ verði samdar og sendar þingi, er þar að kæmi.