Skírnir - 01.01.1961, Síða 34
32
Einar Laxness
Skímir
ið og undir hana skrifuðu nöfn sín um 2500 manns. Sú krafa,
sem sett er fram um samkomu innanlands kosna með rýmri
kosningalögum en kosið var til Alþingis, er alger viðbót fyrr-
nefndra forystumanna við tillögur Jóns Sigurðssonar. Hér
var raunverulega um þjóðfundarhugmyndina að ræða, sem
svo síðar varð að veruleika.
Með bréfi konungs frá 23. september 1848 er gengið til
móts við þessar óskir landsmanna, þar sem boðað var, að
íslendingar skyldu fá að segja álit sitt um væntanlega stjórn-
skipunarstöðu á þingi innanlands og verði til þess kosið með
nýjum kosningalögum, er lögð muni fyrir Alþingi á næsta
fundi þess. Með þessum fyrirheitum var grundvöllur lagður
undir þjóðfundinn 1851. Um leið höfðu Islendingar fengið
það skjal upp í hendurnar, sem var þeim dýrmætt vopn til
að veifa framan í Dani, þá er auðsætt var, að fyrirheitin
áttu ekki að vera meira en orðin tóm. Enn fremur vannst
tvennt á um þetta leyti: Stofnun íslenzkrar stjórnarskrifstofu
í Kaupmannahöfn undir stjórn Brynjólfs Péturssonar, svo og
skipun innlends manns í stöðu konungsfulltrúa á Alþingi,
Páls amtmanns Melsteðs. Voru það tvímælalaust ráðstafanir,
er verulegt gagn mátti af hljótast. En á stjórnlagaþingi Dana,
er saman kom veturinn 1848—49, til að ræða grundvallar-
lög ríkisins, valdi konungur 5 fulltrúa af íslands hálfu, þ. á m.
Jón Sigurðsson. Hlutverk þeirra varð eingöngu í því fólgið
að standa á verði um það, að sérstök mál Islands yrðu þar
ekki til meðferðar tekin, enda heppnaðist það.
Þannig má ótvírætt fullyrða, að Jón Sigurðsson hafi með
ritsmíðum sínum og hvatningum átt ríkan þátt í þeirri heilla-
vænlegu þróun, sem á Islandi varð 1848 og í kjölfar þess árs.
Hann mótaði stefnuna á skýran hátt, en traustustu liðsmenn
hans innan landsteina bregða óðara við til að koma henni í
framkvæmd með liðssafnaði um allt land. Þingvallafundir
urðu ómetanlegir á þessari þróunarhraut Islendinga til sterkr-
ar pólitískrar vitundar. Jón Sigurðsson kunni líka vel að meta
gildi þeirra og hvatti manna mest til að halda þeim við lýði,
en á þeim sr. Hannesi Stephensen og þó lengstum Jóni Guð-
mundssyni hvíldi meginþunginn við undirhúning þeirra