Skírnir - 01.01.1961, Page 35
Skírnir
Jón Sigfurðsson
33
hverju sinni. Þátttakan var oft mjög viðunanleg, miðað við
aðstæður, og staðfesti, að stjórnmálaþroskinn var óðum að
aukast, eftir því sem losað var um þá fjötra, er á landsmönn-
um höfðu hvílt í flestu tilliti .
Með allra eftirtektarverðustu viðburðum á stjómmálasvið-
inu, sem árið 1848 leiddi af sér, voru þjóðmálafundir Vest-
lendinga sunnan og norðan Breiðafjarðar. Er vart að efa,
þótt beinar heimildir séu ekki tiltækar nú, að þeir hafi verið
runnir undan rifjum Jóns Sigurðssonar. Svo að vitað sé,
hefur Magnús Einarsson á Hvilft orðað stofnun þeirra við
Jón sumarið 1848. En í bréfum Jóns um haustið til stuðnings-
manna á Vesturlandi ræðir hann um fundahöld vestra kom-
andi sumar, og sérstaklega fer hann þess á leit við sr. Ólaf
Sívertsen í Flatey að hafa forystu í því máli. Sr. Ólafur brást
líka drengilega við, svo sem við mátti búast, og á fundi í
Flatey eftir áramót 1849 reifar hann málavexti fyrir mönn-
um. Upp úr þeim ráðagerðum eru sprottnir fundirnir á Kolla-
búðaeymm í Þorskafirði og Þingvöllum á Þórsnesi sumarið
1849, sem urðu upphaf að mikilli grósku á þessu sviði. Á sr.
Ólafur í Flatey heiðurinn af því að bera hita og þunga við
framkvæmd Kollabúðafunda, trúr stefnu Jóns Sigurðssonar
til dauðadags. Þessir fundir em einhver órækasti vitnisburður
um þjóðmálaáhuga þann, sem á rætur í viðburðum ársins
1848, og þeir reyndust hin bezta stoð slíkum anda til viðhalds
og eflingar. Fyrir því eru þeir stórmerkilegt fyrirbrigði á sín-
um tíma og ugglaust að ætla, að Jóni Sigurðssyni sé mikið
að þakka, að þeir hófust jafnsnemma og raunin varð á, eftir
þeim tengslum að dæma, sem voru á milli hans og hinna
þjóðhollustu manna vestanlands. Víst er um það, að náið
samband hafa þeir sín á milli um verkefni fundanna, Jón
og sr. Ólafur í Flatey. Hversu mjög hin eldheita frelsisþrá
fjölmargra landsmanna hefur þá fengið kærkomna útrás,
gefa glöggt til kynna þessi orð sr. Eiriks Kúlds, sonar sr.
Ólafs, í Gesti Vestfirðingi að loknum fyrstu fundunum:
„— Gjörðu margir greindir menn þá játningu við lok fund-
anna, að þeir mundu fáa og sumir enga slíka gleðidaga á
ævi sinni.“
3