Skírnir - 01.01.1961, Side 39
Skímir
Jón Sigurðsson
37
vildu fallast á stjómarboðskap. 1 hinu nýja frumvarpi, sem
Jón Sigurðsson átti vafalaust mestan þátt í að semja, — enda
var hann bæði formaður og framsögumaður nefndarinnar, —
var byggt fullkomlega á kenningum hans í fyrmefndri „hug-
vekju“ frá 1848 og þeim kröfum um innlenda landstjórn,
sem þar höfðu verið framsettar og hann mótaði frekar á ár-
unum fram að þjóðfundi. T. d. er þama lagt til, að íslenzkir
ráðgjafar annist æðstu stjórn innanlands og beri ábyrgð fyrir
konungi og Alþingi í sameiningu. Við einu umræðuna, sem
um málið fékkst haldin, kvað Jón skýrt á um það, að fmm-
varpið í mynd stjórnarinnar væri óhafandi. — 1 frumvarp-
inu um kosningalögin var enn gengið á snið við óskir lands-
manna um frjálsan kosningarétt, en allt skyldi áfram með
hinu gamla sniði frá alþingistilskipuninni 1843. Hvomgt þess-
ara tveggja mála varð útrætt. Það var eingöngu verzlunar-
málið, sem endanlega afgreiðslu hlaut. Hafði Jón einnig fram-
sögu á hendi fyrir nefndinni, er um það fjallaði, og hafði því
forystu um, að þar væri nýtt frumvarp samið í samræmi við
tillögu Alþingis 1849, en stjórnin vildi ekki koma til móts
við kröfur landsmanna um verzlunarfrelsi, enda þótt segja
mætti, að nokkuð væri í þá átt farið.
Af þessu má sannreyna, hvílíkur andi bjó með þjóðfundar-
mönnum. Þeim hafði á þessum fáu árum, er á undan fóm,
vaxið svo ásmegin, — hjá þeim þroskazt slík trú á málstað
sinn og ótvíræð réttindi, að úr þessu varð ekki slakað á.
Jón Sigurðsson hafði alla forystu fyrir þessum frjálshuga
flokk, og með frammistöðu sinni á þjóðfundinum sýndi hann
glöggt, hverjum hæfileikum hann var búinn sem stjórnmála-
foringi, þá er honum tókst að skipa hinni þjóðkjörnu sveit
einhuga að baki sinni stefnu. Aðferð Trampes greifa, er hann
lét forseta fundarins Pál amtmann Melsteð slíta honum
9. ágúst 1851, án þess að málin hefðu fengið endanlega af-
greiðslu, var örvæntingarfullt viðbragð hins erlenda valds-
manns til að kæfa frelsisraddir Islendinga. Hér var reynt að
berja niður réttindabaráttu smáþjóðar í skjóli hermanna, er
biðu utan þingsala með hlaðin skotvopn. Uppi í þingsalnum
stendur fulltrúi hinnar umkomulitlu þjóðar, Jón Sigurðsson,