Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 40
38
Einar Laxness
Skírnir
og framber þessi orð: „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóð-
arinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til að klaga
til konungs vors yfir lögleysu þeirri, er hér er höfð i frammi.“
Á samri stundu tekur þingheimur undir: „Vér mótmælum
allir!“ Annað svar en þetta var að svo komnu máli ekki til.
Hér varð rétturinn að lúta í lægra haldi fyrir ofbeldinu. Sú
mynd, sem við eigum af Jóni Sigurðssyni á þessari stundu,
er greypt óafmáanlega á söguspjöld okkar íslendinga, meðan
þjóðin ber sitt nafn. Framkoma hans er glæsilegur vitnis-
burður um reisn þjóðarinnar í vanmætti hennar, og hún
skyldi vera okkur löndum hans ævarandi fyrirmynd, hvenær
sem syrta kann í álinn fyrir þjóð hans, er stundir líða.
Aðgerðir af hálfu þjóðfundarmanna í Reykjavík að fund-
arlokum voru framdar undir leiðsögn Jón Sigurðssonar: Ávarp
til konungs varðandi fundinn með ítrekun fyrri tillagna og
kæru á hendur Trampe, enn fremur kvörtunarbréf til Páls
Melsteðs fyrir að hafa brugðizt þjóðfundarmönnum og þjóð-
inni sjálfri. Að þessu búnu voru þeir Jón Sigurðsson, Jón
Guðmundsson og Eggert sýslumaður Briem kjörnir til að fara
á konungsfund með ávarpið. Framkoma Jóns í kringum fund-
inn ber skýr merki ákveðinna viðbragða, er staðfestu styrk
hans á örlagastund. Á einbeittan og djarfmannlegan hátt túlk-
aði hann stefnu landa sinna, án nokkurra víxlspora, er kunnu
að skaða málstaðinn. En það var að vonum, að mönnum rynni
í skap við þær ofbeldisfullu aðferðir, er beitt var við kjöma
fulltrúa þjóðarinnar, þá er þeir ræddu stjórnskipunarmálið í
skjóli konungsloforða. Og undarlegur væri sá maður, sem
ekki hefði hitnað í hamsi á þessari mikilvægu stundu. Jafn-
vel Jón Sigurðsson, sem hafði fullkomið raunsæi til að bera,
sálarstyrk og hugarstjórn, þrátt fyrir ríka lund, gat ekki var-
izt því að láta uppi hvatningu um vissar mótaðgerðir, sem
eingöngu hafa flogið í hug hans í hita eftirleiksins. Þannig
eru heimildir fyrir því, að hann hefur í bréfi veturinn 1851
—52 hvatt Ásgeir í Kollafjarðarnesi til að safna liði og ríða
suður til Reykjavíkur og veitast þar að Trampe greifa, full-
trúa konungsvaldsins, á þann hátt að hrekja mætti þennan
lítt þokkaða valdsmann á brott úr landinu. Þótt slíkt væri