Skírnir - 01.01.1961, Page 41
Skírnir
Jón Sigurðsson
39
alldjarft fyrirtæki á þessum tíma, væri fjarri því að ætla, að
Jóni einum hafi dottið slíkt í hug, til þess var reiði manna
of almenn um landið, auk þess sem um fyrirmynd var að
ræða, er í fersku minni var, þar sem var norðurreið Skag-
firðinga. En ekki hefur Ásgeiri samt litizt alls kostar á suður-
reið, enda vissulega hægra um að tala en í að komast. Og
þjóðin lýsti á annan hátt óánægju sinni opinberlega með af-
drif fundarins. Þannig bárust bænarskrár úr 9 sýslum haust-
ið 1851 með 2216 nöfnum.
Enn fremur kom vel í ljós, hvern hug menn báru til
þeirra, sem mest höfðu á sig lagt í þágu landsmanna. Jón
Sigurðsson og Jón Guðmundsson höfðu lagt embættisframa
að veði með framgöngu sinni, og sá síðarnefndi var svipt-
ur sýslumannsembætti í Skaftafellssýslu vegna farar sinn-
ar með ávarp þjóðfundarmanna á konungsfund. Af þeim
sökum var um allt land leitað eftir samskotum til þeirra
nafna, og tókust þau allvel um 2—3 ára bil. 1 bréfum hinna
einörðustu manna frá þessum árum er lögð rík áherzla á
það, að þjóðin sýni þeim Jónum auðsæjan vott hins mikla
þakklætis, er hún átti þeim að gjalda. Það var beinlínis talin
lífsnauðsyn, að þeir fengju hagkvæm skilyrði til að helga sig
óskipta forystustörfum í þágu frelsisbaráttu Islendinga. Að
nokkru leyti má segja, að þetta hafi tekizt sæmilega, þótt því
verði auðvitað aldrei neitað, að miklu betur hefði mátt að
gera til styrktar þessum forystumönnum í viðleitni þeirra til
að gagnast þjóð sinni. Um persónulega hagi Jóns Sigurðs-
sonar á þessum árum eftir þjóðfund er það líka að segja, að
fjárhagur hans mun ekki hafa verið sem ákjósanlegastur,
þótt mjög slæmur væri hann engan veginn, að því talið er.
Ekki mun Jón hafa verið látinn gjalda afstöðu sinnar á þjóð-
fundinum, að því er stöðuveitingu viðkom. Hann lét um þess-
ar mundir af skjalavarðarstarfi í fornfræðafélaginu, en fékk
ekki þær stöður, er hugur hans stóð einkum til, skjalavörzlu
í leyndarskjalasafni konungs eða forstöðu við hagfræðistofnun
Dana. Hins vegar þurfti hann ekki að óttast verkleysi þá
fremur en fyrr eða siðar, því að hann fékk ríflega styrki til
vísindastarfa, bæði úr einkasjóðum og af hálfu hins opinbera.