Skírnir - 01.01.1961, Qupperneq 42
40
Einar Laxness
Skírnir
Auk þess hvíldu á Jóni umfangsmikil útgáfustörf í Árnasafni,
sem teljast máttu sæmilega launuð. Hagur hans var þannig
langt frá því að vera slæmur. En á það er að líta, að honum
var löngum nauðsyn á rúmum fjárhag, er hann skar einatt
lítt við neglur sér í útgjöldum, enda kostnaðarsamt að lifa
því lífi, er honum hæfði, slíkur höfðingi sem hann var í lund.
Hér kom til, að heimili hans var opið Islendingum, er til
Hafnar komu, ferðir hans til Islands voru yfirleitt annað
hvert ár, umsvif mikil fyrir landa hans, örlæti mikið gagn-
vart ýmsum innlendum stofnunum og sjóðum, bókakaup, og
síðast, en ekki sízt mátti hann standa straum af kostnaði
Nýrra félagsrita. Má því ljóst vera, að þörf hans fyrir ríf-
legar tekjur var mikil.
En allt um það, að Jón hefði sæmilegar tekjur, taldi hann
hag sínum bezt borgið, ef hann gæti fengið fast embætti.
Árið 1844 hafði hann sótt um yfirkennaraembætti við Lat-
inuskólann, sem þá var á Bessastöðum, en hlaut ekki. Og
lengi síðan var hann með hugann við rektorsembættið við
skólann, er hann hafði verið fluttur til Reykjavíkur, síðast
1872—73. En aldrei varð af því, að hann kæmist í þá stöðu.
Jón hefur vafalaust alið þá von með sér að geta komizt til
starfa heima á ættjörð sinni, þótt hann hefði samt það hug-
boð, að slíkt kynni að dragast úr hömlu, eins og á stóð.
Reyndin varð líka sú, að honum auðnaðist aldrei að fá emb-
ætti heima og flytjast þangað búferlum. Þessi mikli föður-
landsvinur, er kom löndum sínum bezt til öflugrar þjóðernis-
vitundar, mátti sæta þeim þungbæru kjörum að vera í út-
legð mestan part ævi sinnar. Til Islands kom hann að vísu
oft, á þingárum, en var alltaf sem gestur í ættlandi sínu.
Hvort þessi aðstaða hans hafi orðið íslendingum til gæfu,
getur verið álitamál, er á allt er litið. Vissulega hefði það
verið mikill fengur að fá hann, þennan ótvíræða fyrirliða og
yfirburðamann, til starfa heima á Islandi til skipulagningar
hins mikla stjórnmálastarfs, sem beið framundan. En máski
hefði hann ekki getað notið sín svo vel á Islandi, sem raun-
in varð á með búsetu hans í Höfn. I þröngu umhverfi hefði
margt heft stórhug hans og dregið úr afli hans í viðureign