Skírnir - 01.01.1961, Page 43
Skímir
Jón Sigurðsson
41
við harðdræg yfirvöld í stríði hins rúmhelga dags. Slík varð
því miður raunin með margan góðan manninn. 1 Kaupmanna-
höfn hlaut Jón að hafa betri skilyrði til óhlutdrægrar yfirsýn-
ar yfir hag ættlands síns, óbundnari persónulegum viðhorf-
um en ella. Með nánum samskiptum við danska stjórnmála-
menn og kunnugleik á evrópskum stjórnmálahræringum yfir
höfuð náði hann e. t. v. ríkari þroska sem stjórnmálamaður
en ella hefði orðið. Og slíkt var giftudrjúgt þjóð hans, áður
en yfir lauk.
5.
Með þeim atburðum, sem að framan hefur verið lýst, fjar-
aði út fögnuður sá og hin ríka hjartsýni, sem um sig greip
meðal landsmanna á árunum 1848—51. öll fyrirheit höfðu
verið herfilega svikin. Eftir stóð vonsvikin þjóð, er nú mátti
sýna drjúga biðlund, unz færi gæfist á ný. Eftir svar kon-
ungs við málaleitan þeirra sendimanna, Jónanna, sem eng-
ar vonir gaf um jákvæða lausn málsins í nálægri framtíð,
lá næst fyrir að endurskipuleggja baráttuna í samræmi við
breyttar aðstæður. Nú reið á, að samtök þau, er stofnað hafði
verið til, lognuðust ekki út af, en samheldni manna ykist
þeim mun betur á þeirri löngu og erfiðu vegferð, sem vænta
mátti framundan. Þetta var Jóni Sigurðssyni líka manna
ljósast, enda kunni hann gjörla skil á, hvernig vindurinn blés
fyrir Islendingum erlendis. Þótt hann hefði að sjálfsögðu
orðið fyrir vonbrigðum með afdrif þjóðfundar, taldi hann
enga ástæðu til að æðrast eða draga af sér í baráttunni, og
lítt lét hann vonbrigði sín í ljós. Nú skyldi að hans dómi
huga að þeim málefnum, sem knýja mátti smám saman fram
og yrðu undirstaðan undir stjórnarbót, er þar að kæmi, eink-
um verzlunarmálinu og eflingu bjargræðisvega. Annars er
stefnu hans bezt lýst, eins og hún kom fram í skýrslu þeirri,
sem hann og nafni hans Guðmundsson höfðu samið um sendi-
för sína á konungsfund og þeir sendu þjóðfundarmönnum
vorið 1852. Hún felur í sér hvatningu til þingmanna um
fundahöld og að efla samheldni sín á meðal og á meðal al-
þýðu, sem og „þolgæði á hættusömum tímum“. Eru þing-