Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 44
42
Einar Laxness
Skírnir
menn hvattir til að gera sér ljósa grein fyrir hugmyndum
og tillögum í stjórnskipunarmálinu. Fundir skyldu haldnir,
bæði í því skyni að semja nýjar bænarskrár um stjórnarbót
svo og um verzlunarfrelsi, samkv. tillögu þjóðfundar. Jafn-
framt verði að því unnið að glæða áhuga á öðrum mikilvæg-
um málum. Þá er brýnt fyrir þingmönnum að gera allt til
þess, „að alþýða hvorki láti skelfast né hugfallast“.
Auk þessarar stefnuskrár hafði Jón í bréfum til nánustu
vina og fylgismanna, þegar frá hausti 1851, kappkostað að
leggja fyrir þá, hvaða starfsaðferðum skuli helzt beitt. Skýr-
ast birtust þær í einstökum atriðum í bréfi hans til bróður
síns, Jens latinuskólakennara. Þar segir m. a.: „Miðnefndin
verður að starfa, þó leynilega og með gætni, skipta niður
með sér þingmönnum, og skrifast á við þá, aftala plönin, og
skrifa okkur hingað, skora á að halda fundi og rita bænar-
skrár og gjöra ályktanir, en þó jafnframt ekki forsóma allt
það sem snertir það daglega praktiska og framför í því, og
þá einkum verzlunarmálið því það er það fyrsta og aldrei
fáum við pólitískt frelsi fyr en verzlanin hefir verið laus
nokkur ár.------En mál okkar reyna þeir að draga ef þeir
geta, til þess þeir hafa lokið sínum málum, og það er það sem
við ættum að sporna við, og miðnefndin ásamt okkur að leggja
plön til.----Fjölmennan Þingvallafund þurfi þið að und-
irbúa.-----Miðnefndin má fara að hugsa til að safna pen-
ingum til kostnaðar, t. a. m. að gera við á Þingvöllum, að
koma á samgaungum, blaði etc. etc. Kannske maður ætti að
stofna félag, „hið íslenzka þjóðfélag“ (?), og setja víst con-
tingent, gefa út smárit, senda menn til funda etc.“
Því miður hafa bréf Jóns til nafna hans Guðmundssonar
frá þessum árum glatazt. Er það tilfinnanlegt, því að þar
hefur vafalaust verið vikið ýtarlega að fjölmörgum atriðum
komandi baráttu, þar sem Jón Guðmundsson varð einmitt
helzti trúnaðarmaður hans á þeim tíma. Jón Guðmundsson
gerðist ritstjóri eina blaðsins, er barðist fyrir stefnu þjóðfrels-
ismanna, — Þjóðólfs, — haustið 1852, og Jón Sigurðsson lagði
einnig á það ríka áherzlu, að nafni hans nyti öflugs stuðnings
landa sinna til útgáfu þess. Þarna var um hið dýrmætasta