Skírnir - 01.01.1961, Síða 46
44
Einar Laxness
Skimir
um hug, svo ötull sem hann hafði reynzt í haráttu sinni fyrir
lausn málsins allt frá upphafi stjórnmálaferils síns. Ber sam-
tímamönnum saman um það, að Jón hafi drýgst að mörkum
lagt til þessara endaloka og hafi einkum verið þung á met-
unum aðstaða hans til að hafa áhrif á danska stjómmála-
menn. Landsmönnum var líka ljóst, hvað þeir áttu Jóni að
þakka, og ýmsir vildu auðsýna honum sérstakt þakklæti með
gjöf honum til handa, enda var leitað samskota í því skyni.
En að dómi Jóns voru nú sköpuð hagkvæm skilyrði til mik-
illa framfara, ef aðstaða fengist til að hagnýta sér frelsið,
svo sem hann hafði á tæpt í bréfi til bróður síns og fyrr var
nefnt.
I nánum tengslum við verzlunarmálið eru tilmæli, sem
Jón beindi til fylgismanna sinna á Islandi á laun vorið 1855,
en snertu Jón að nokkm leyti sjálfan persónulega. Svo var
mál með vexti, að Jón virðist hafa talið Islendingum nauð-
synlegt að eiga fastan fulltrúa landsins í Kaupmannahöfn,
er annast skyldi þar verzlunarhagsmuni þeirra. En þar sem
hann var þá sjálfur embættislaus, virðist hann hafa eygt til-
valið tækifæri til að sameina stöðuveitingu sér til handa sem
og löngun til að vinna þjóð sinni hagnýtt gagn á þessu sviði.
Benda heimildir til þess, að hann hafi farið þess á leit við
liðsmenn sína úr hópi þingmanna, einkum Jón Guðmundsson
og sr. Ólaf Sívertsen, að vinna að framgangi þessarar verzl-
unarerindrekastöðu á Alþingi 1855. Hefur Lúðvik Kristjáns-
son rithöfundur, sem manna mest hefur um þetta atriði fjall-
að, látið að því liggja, að þessi málaleitan, er svo mjög varð-
aði Jón sjálfan, hafi einkum valdið því, að hann kom ekki
til þings það sinn. Nú brá hins vegar svo við, að fyrmefndir
stuðningsmenn Jóns hafa ekki séð sér fært, er þeir höfðu
kannað hug þingmanna, að bera þetta mál fram á þingi. Kann
að vera, að þeim megi lá fyrir dugleysi í málinu, en ekki
verður fram hjá því gengið, að margt kemur til, er leita skal
orsaka til þessara málaloka. Pólitískur þroski manna var tæp-
ast nægilega mikill orðinn, svo að þeir hefðu almennt skiln-
ing á þessari þörf, svo sem Jón hafði. I þessu tilliti má benda
á þá staðreynd, að enn leið drjúgur tími, þar til farið var