Skírnir - 01.01.1961, Side 52
50
Einar Laxness
Skírnir
inn fjaraði síðan smám saman út, þó að lengi væri hann við
lýði, en aftur varð ekki snuið með það, að hann hafði tvístr-
að liðinu svo, að ekki var unnt að sameina það allt að nýju
til stórra átaka.
Eitt mátti stjórnin vita, og það var sú staðreynd, að svo
framarlega sem Jón Sigurðsson fengi engu áorkað til lækn-
inga á fjárstofninum sem konungserindreki, þá var fyrir það
brennt, að það væri á annars manns færi. Þess var heldur
ekki að dyljast, að þegar sá maðurinn kom, sem tók málið
hiklausum tökum, varð um umtalsverðan árangur að ræða.
Að för hans lokinni dró mjög úr sýkinni, en síðan féll allt
í sama farið, þegar ekki var fylgt eftir af einurð, svo að það
var borin von um möguleika á árangursríkum lækningum,
þegar til lengdar lét.
Hinn megintilgangur Jóns með þvi að taka að sér erind-
rekastarf fólst í því að fá nú hagkvæmari aðstöðu til að
knýja á um aðgerðir í stjórnskipunarmálinu og öðrum mik-
ilsverðum málum. Er skemmst frá því að segja, að þar
vannst minna á en vænta mátti. Ekki mun Jón hafa fengið
öðru framgengt en því, að gamalt baráttumál Alþingis var
samþykkt, þ. e. staðfesting hins íslenzka texta gildandi laga
með undirskrift konungs. Var það að vísu nokkur réttarbót,
en þó rýr eftirtekja, er allt kom til alls. Þegar á sendiför
Jóns 1859 er litið, verður ekki annað sagt en hún hafi reynzt
til lítils, þótt eigi megi vanmeta hana með öllu, að því er
lækningar snerti um skeið. Eins og hugarfari landsmanna
var háttað, samfara káki stjórnar og embættismanna, var
ekki við öðru að búast en Jón fengi kaldar viðtökur. Og í
þessum efnum hefur hann ugglaust misreiknað sig herfilega.
Víst er um það, að þykkja hans yfir skilningsleysi íslendinga
á réttmæti málstaðar hans var mikil. Má ætla, að hún hafi
verið nokkur orsök þess, að hann kom hvorki 1861 né 1863
til Alþingis. Uppskera kláðamálsins varð því svo til eingöngu
sú, að hinn mikli vísir til samhugs á stjórnmálasviði, er mynd-
azt hafði fyrirfarandi ár, tvístraðist á kláðaárunum, og hylli
Jóns innan lands beið talsverðan hnekki. Að vísu varð það
ekki til langframa, því að brátt rak að því, að kláðinn rén-