Skírnir - 01.01.1961, Page 59
Skírnir
Jón Sigurðsson
57
og atvinnu til sjós og lands.------Þar hjá er svo margt til
umræðu, bæði fyrirkomulag á sveitarstjórn, sýslustjórn, amta-
stjórn, umsjón kirkna og eigna þeirra o. s. frv.“ Er áhugi Jóns
lifandi um öll atriði, þau er til framfara megi leiða, og ber
merki um hinn síunga hugsjónamann, sem hann var, þótt
nálgast tæki sjöundi áratugur lífs hans og halla tæki því óð-
um undan fæti.
1 þinglok 1871 var endanlega gengið frá stofnun Hins ís-
lenzka Þjóðvinafélags, sem drög höfðu verið lögð að allt frá
1869, og stóðu að því allir þjóðkjörnir þingmenn nema 3. Á
þessum tíma, er baráttan virtist um sinn torsóttari, þótti
tímabært að setja á stofn slíkt félag stuðningsmanna Jóns
Sigurðssonar, er berðist fyrir landsréttindum þjóðarinnar á
grundvelli stefnu hans. Raunar var ekki vonum fyrr, að slik
samtök kæmust á legg, því að Jón hafði uppi ráðagerðir í þá
átt þegar 1851. Var hann að sjálfsögðu höfuðhvatamaður
Þjóðvinafélagsins og varð fyrsti forseti þess, en varaforseti
var helzti trúnaðarmaður hans í Reykjavík, Halldór Kr. Frið-
riksson latínuskólakennari. Samtök þessi fengu mikinn hljóm-
grunn vítt um land og urðu því mikilsverð stoð þjóðmála-
stefnu Jóns Sigurðssonar, enda þótt þau hafi ekki áorkað
jafnmiklu og vonir stóðu til, en Jón gerði ráð fyrir, að þau
yrðu almennt stjórnmálafélag allra landsmanna. Þessi félags-
stofnun myndar upphaf að beinni flokksskipun innanlands,
þótt nokkurn vísi í þá átt hafi mátt greina allt frá þjóðfundi.
Tók Þjóðvinafélagið við útgáfu Nýrra félagsrita, en Andvari
varð síðan arftaki þeirra. Rirtust þar sem fyrr stjórnmála-
greinar Jóns, hinar síðustu, er frá honum komu. Stóð félagið
að því að veita Jóni heiðurslaun fyrir störf hans, þar til Al-
þingi sjálft tók að sér þá fjárveitingu 1875. Var tæpast vansa-
laust, að lengri bið yrði á því, að þjóðin launaði honum störf
hans í þágu hennar um áratugi.
Er hér var komið sögu, var senn liðið að því, að íslend-
ingar tækju að nálgast vegamót á leið sinni í átt til stjórn-
frelsis. Danska valdið sá sér ekki aðra leið færa en ganga til
móts við þrálátar kröfur þjóðarinnar um aukið frelsi mála
sinna. Með 1000 ára hátíð Islandsbyggðar 1874 mátti eygja