Skírnir - 01.01.1961, Side 61
Skímir
Jón Sigurðsson
59
þing og mynda ákveðna og fasta stefnu um framtíðarstarfið
með tilliti til þeirra breytinga, sem gera þurfi á stjórnar-
skránni. Stöðugur eldmóður hans sýndi vissulega hug þess
manns, sem heldur ævilanga tryggð við hugsjónir þær, er
hann aðhylltist á unga aldri.
f 1. árg. Andvara, haustið 1874, tekur hann svo stjórnar-
skrána til meðferðar í langri ritgerð. Bendir hann á helztu
annmarka hennar, sem hann telur markast af þessum atrið-
um: Stöðulögin séu látin liggja til grundvallar, en þau hafi
aldrei verið borin undir Alþingi né heldur stjórnarlög Dana,
er lögin styðjist við. Ekki sé komið til móts við óskir Alþingis
um skipun innlendrar stjórnar undir forystu jarls, hins vegar
skipaður ráðgjafi, — „kominn á bréf“, — eins og Jón nefndi
það, og bendir það til þess, að honum hafi boðið í grun sú
framkvæmd málsins, sem raun varð á. Ábyrgð ráðgjafans, er
átti að ákvarðast síðar samkv. stjórnarskránni, vakti og ugg
hans. Auk þess lætur hann uppi óánægju með ýmis atriði
varðandi skipun Alþingis. — Allt um þetta er þó niðurstaða
Jóns sú, að stjórnarskráin feli í sér þær réttarbætur, er helgi
móttöku hennar. Þrátt fyrir viðsjárverð atriði, er hún lögð
upp í hendur landsmanna, án þess að þeir afsali sér nokkr-
um af kröfum sínum í framtíðinni. Réttindi þeirra séu óskert
eftir sem áður, en þau atriði unnin, er auðvelda megi frekari
landsréttindabaráttu.
Stjórnarskráin setur þáttaskil í islenzkri sjálfstæðisbaráttu.
Með löggjafarvaldi og fjárforræði skapast gróandi í þjóðlífinu,
framfarasókn á flestum sviðum hófst af miklum krafti eftir
kyrrstöðu aldanna. Kenningar Jóns og samherja hans um þau
öfl, er leysast mundu úr læðingi við aukna færslu valdsins
inn í landið, varð nú sönnuð á þá lund, að eigi varð mót-
mælt. Eftir þessi þáttaskil skýrðist betur fyrir mönnum, a.
m. k. þeim, er tvístígandi voru löngum, hvílíkt verið hafði ævi-
starf Jóns Sigurðssonar fyrir þjóð hans. Ef hans leiðsagnar
hefði ekki notið við, má tvímælis orka, hvort þeim áfanga
hefði verið náð, sem við blasti 1874. Fyrir þær sakir getur
það ekki talizt annað en til vansæmdar Islendingum, að þeir
skyldu ekki bjóða Jóni til þjóðhátíðarinnar á Þingvelli, er