Skírnir - 01.01.1961, Síða 65
Skírnir
Jón Sigurðsson
63
komin. Gerði Jón fullkomna skrá yfir íslenzk handrit í Sví-
þjóð og mun í þessari för hafa fundið sitthvað, er menn vissu
lítt um áður. Af þessu má glöggt sjá, hverrar þekkingar Jón
hafði aflað sér um íslenzk handrit, svo að þar bar hann höfuð
og herðar yfir aðra. — Flest verk á Árnasafni voru að öðru
leyti unnin undir handarjaðri Jóns eða beinlínis af honum.
Meðal þeirra útgáfna, sem hann vann við, skal nefna útgáfu
á Snorra-Eddu 1848 og 1852. I því verki kom vel í ljós ná-
kvæmni hans og vandvirkni i visindalegri vinnu, og er í því
sambandi einkum viðbrugðið frábærri elju hans og atorku
við lestur handrita, er þótt hafa fram úr hófi torlæsileg.
Á vegum Konunglega fornfræðafélagsins tókst Jón á hend-
ur starf við nýja útgáfu á Islendingasögum, sem á döfinni var
við upphaf 4. tugs aldarinnar. Sá hann um 2 fyrstu bindin,
er út komu 1843 og 1847, en fyrsta bindi hefst á íslendinga-
bók og Landnámu. Síðar vann hann við útgáfu ýmissa ridd-
arasagna, þ. á m. Trojumannasögu og Bretasögu eftir hand-
riti Hauksbókar. Hefur það handrit mátt vera augum hans
þolraun mikil, þvi að Hauksbók er á köflum gríðarlega ill
viðureignar, með því að reynt hefur verið að skýra hana upp,
en á þann hátt, að til stórspillis hefur orðið. Um þessar út-
gáfur Jóns á fornsögum er það að segja, að þetta munu vera
einhverjar fyrstu útgáfur, sem svo eru úr garði gerðar, að
þær standast vísindalegar kröfur, og var það æðimikil fram-
för, frá því áður hafði verið.
Hinu íslenzka bókmenntafélagi reyndist Jón traustur styrkt-
armaður frá upphafi Hafnardvalar sinnar, og þá er hann
hafði verið kosinn forseti Hafnardeildar þess haustið 1851,
má segja, að á honum hafi hvílt hiti og þungi þess vísinda-
starfs, er á vegum þess var unnið. Hér má láta þess getið, að
fyrir forsetadæmi hans þar fékk Jón viðurnefnið „forseti11
manna á meðal.
Af verkum hans í þágu Bókmenntafélagsins skal hér nefna
útgáfu Safns til sögu Islands og íslenzkra bókmennta að fornu
og nýju, er hófst 1856. 1 l.bindi þess hefur hann lagt eftir-
farandi efni sagnfræðilegs eðlis fram: Biskupatal meS athuga-