Skírnir - 01.01.1961, Síða 66
64
Einar Laxness
Skírair
greinum og fylgiskjölum, sem er tal á biskupum landsins frá
upphafi, röð þeirra og embættisár, umsjá prentunar á Bisk-
upaannálum Jóns Egilssonar svo og ritgerSar Jóns Gizurar-
sonar um siðaskiptin, en hvor tveggja þessara ritgerða eru
stórmerkar vörður á vegi íslenzkrar sagnaritunar, og þar er
þráðurinn á því sviði tekinn upp að nýju, eftir að hann hafði
legið niðri um hríð. Með umsjá þessa efnis ritaði Jón inngang
og skýringar. 1 2. bindi, sem prentað var 1860—61, samdi Jón
lögsögu- og lögmannatal, sýnu fullkomnara en biskupatalið,
þar sem því fylgja stuttar ævisögur lögmanna. Er þar hinn
mesti fróðleikur saman dreginn. 1 þessu verki sínu studdist
Jón m. a. við annála frá síðari tímum, er lítt hafði áður ver-
ið gaumur gefinn. tJtgáfa þessi af Jóns hálfu einkennist i
hvívetna af sögulegri þekkingu hans og vandaðri rannsókn
og er því hið merkasta framlag til íslenzkrar sagnfræði.
Um sama leyti og Safn til sögu Islands fór að koma út,
hóf Jón útgáfu á öðru undirstöðuriti íslenzkrar sagnfræði,
sem ekki var minna í sniðum. Það var Islenzkt fornbréfasafn
(Diplomatarium Islandicum), einnig gefið út af Bókmennta-
félaginu. Kom 1. bindi þess út í heftum á árunum 1857—76,
og sá Jón einn um þetta bindi. Hér hlaut hann kærkomið
tækifæri til að beita kunnáttu sinni á fornum skjölum lands-
ins, um leið og hann glöggvaði sig frekar en orðið var á sögu-
legum grundvelli þjóðfrelsisbaráttunnar á Islandi. Með starfi
sínu við „Regesta diplomatica“, sem fyrr getur, svo og ára-
tuga langri söfnun og uppskriftum á íslenzkum skjölum, var
hann auðvitað allra manna færastur til að leysa af hendi
þessa vandasömu útgáfu, sem miklu varðaði, að ekki væri
kastað til höndum. Hefur Jón gert skýringar við hvert forn-
bréf, en þau eru prentuð stafrétt. Var leitazt við að prenta
öll handrit, sem kunn voru, af hverju skjali. Eru vinnubrögð
Jóns til mikillar fyrirmyndar og verkið eðlilega auðug upp-
spretta fræðimönnum að ausa af. En þótt aðeins kæmi 1. bindi
frá hans hendi, hafði hann unnið frábært brautryðjandastarf
og lagt undirstöðu þessa stóra ritverks, sem ólokið er útgáfu
á enn þann dag í dag.
Þá er að nefna útgáfu Biskupasagna, sem Jón mun að lík-