Skírnir - 01.01.1961, Page 67
Skírnir
Jón Sigurðsson
65
indum eiga upptök að. Höfðu þær sætt furðu-mikilli gleymsku
fræðimanna, svo markvert heimildarrit um sögu landsins,
sem þær tvímælalaust eru. Komu þær út í 2 bindum 1858
og 1878, og annaðist Jón sjálfur talsverðan hluta þeirra, þ. á
m. Kristnisögu í 1. bindinu, en tilhögun verksins í heild hef-
ur hann ráðið mestu um.
Enn er hér að geta verks, sem Bókmenntafélagið gaf út og
Jón var hvatamaður að og hafði umsjón með. Var það rit í
3 bindum um lög og stjórnarframkvæmdir 1854—75, TiSindi
um stjórnarmálefni íslands, sem var í rauninni fyrirrennari
Stjórnartíðinda.
Má af framansögðu greinilegt verða, hver liðsmaður Jón
Sigurðsson var Bókmenntafélaginu, er hann gerðist þar hæst-
ráðandi, og þó fjarri því, að allt sé tínt til.
Að lokum skal hér getið enn eins stórvirkis, sem Jón hafði
veg og vanda af og skylt var að miklu leyti útgáfu fornbréfa-
safnsins. Það var lagasafnið Lovsamling for Island, er náði
frá elztu tímum fram til 1859. Kom það út í 17 bindum á
árunum 1853—77 með opinberum styrk. Hefur Jón ugg-
laust dregið efnið að mestu saman, en meðstarfsmaður hans
var lengstmn Oddgeir Stephensen. Jón annaðist þó einn út-
gáfu þriggja síðustu bindanna. Svo sem óþarft er um að fjöl-
yrða, var þetta geysivíðtækt rit og ómetanlegt að fá þau gögn,
sem þarna voru, dregin saman á einn stað. Fólst hér í yfir-
lit yfir landshagi á Islandi um aldirnar. Undirbúningur Jóns
að öflun þessa efnis í dönskum skjalasöfnum er eitt dæmið
um þrotlausa þekkingarleit hans í völundarhúsi íslenzkra
sögurannsókna.
Með hliðsjón af því, sem hér hefur um sinn verið frá
greint um vísindastörf Jóns Sigurðssonar, hefði enginn stað-
ið betur að vígi en hann til að semja yfirlitsverk um sögu
íslands, er svo mjög vanhagaði um á þeim tíma og lengi síð-
an. Ugglaust má ætla, að fyrir honum hafi einnig vakað að
leysa það af hendi, áður yfir lyki. Drög voru lögð til þess af
hálfu Bókmenntafélagsins að tillögu Jónasar skálds Hallgríms-
sonar, að samin yrði yfirgripsmikil Islandslýsing, sem þeir
Jónas og Jón voru fengnir til að vinna að, — Jónas skyldi
5