Skírnir - 01.01.1961, Page 69
Skírnir
Jón Sigurðsson
67
Sr. Eiríkur Briem, er ritaði afbragðsgóða yfirlitsgrein um
Jón að honum látnum í Andvara 1880, hefur lýst Jóni með
svofelldum orðum: „Jón Sigurðsson var gildur meðalmaður
á hæð og limaður vel; hann var fríður sýnum, karlmannleg-
ur á velli og prýðimaður í framgöngu allri. Hár hans og
skegg var framan af dökkjarpt, en um fertugsaldurinn grán-
aði það og varð hvítt; eigi að síður var hann þó unglegur að
sjá og einkennilegt bros lék venjulega á vörum hans.-------
Hann var móeygur og augun ákaflega snör og fjörleg.--------
Sæti hann og væri að hugsa um eitthvað, þá var eins og nokk-
urs konar mók færðist yfir hann, en í viðræðum var hann
hinn skemmtilegasti maður og jafnaðarlega skrafhreyfinn; í
samkvæmum var hann allra manna glaðastur, og talaði þá
einatt af mesta fjöri. Við tækifæri drakk hann vín, eigi síður
en aðrir, en aldrei varð hann ölvaður svo að á því bæri; þoldi
hann eflaust mikið. Hann var höfðingi í lund, manna gest-
risnastur og örlátur; í húsi hans voru íslendingar boðnir og
vel komnir, og það var eins og samkomustaður þeirra; sóttu
einkum ungir námsmenn mikið þangað.--------Eigi þoldi hann
vel, að menn deildu við hann. Þótti hann stundum ráðríkur í
meira lagi, og tók þvert fyrir það, er honum var móti skapi.
Var það þá eigi fyrir ístöðulitla menn að mæla í móti honum.
Þó var fremur sem honum sárnaði við mótmæli, en að hann
reiddist þeim. Gáfur hans voru sérlega góðar, skilningurinn
skarpur og minnið afbragðsgott. Honum var létt um að koma
fyrir sig orði, hvort sem var í ræðu eða riti. Hann skrifaði
mjög vel og var fljótur mjög að skrifa. Hann kunni mikið
í íslenzkum kvæðum, einkum frá 17. og 18. öld og var oft
að raula það fyrir munni sér, er hann var eitthvað að gjöra;
þótti honum mikið gaman að því, sem eitthvað var kátlegt.
Fram úr skarandi kjarkur og staðfesta var það, sem einkenndi
hann mest; hann hafði sett í innsigli sitt „aldrei að vikja“,
og því fylgdi hann í lengstu lög. Hann var einstakur iðju-
maður alla ævi, enda mundi eigi jafnmikið hafa getað legið
eftir hann að öðrum kosti. Vingjarnlegur var hann við alla,
og þætti honum einhver gjöra á hluta sinn, þá lét hann sig
það oftast litlu skipta, en ef sá hinn sami vildi aftur vingast