Skírnir - 01.01.1961, Side 75
Skírnir
Um ákvæðaskáld
73
Aldrei framar fæti stigðu,
flækingsgrey, á annan bæ.
Um Grjótárbotna gakk og mígðu
glóðum brenndur sí og æ.
Ég gekk þrjá hringi rangsælis um fjárhúsin, meðan á
kveðanda stóð — það dugði.
Sá, sem þetta hefur skrifað, mun vera eitt síðasta dæmið um
það séríslenzka fyrirbrigði, sem menn kalla kraftaskáld eða
ákvceSaskáld.
II.
Þótt undarlegt sé, er elzta dæmið um orðin kraftaskáld og
ákvæSaskáld frá því um 1830 í orðabókarhandriti á Lands-
bókasafni.1) Er þar kraftaskáld þýtt poeta potens, og ákvœSa-
skáld er sagt vera það sama og kraftaskáld. Stuttu seinna eru
orðin oftsinnis notuð í sagnaþáttum Gisla Konráðssonar. Orð-
in koma — að því er ég bezt veit — í fyrsta skipti á prenti í
íslenzkum ævintfrum Jóns Árnasonar og Magnúsar Gríms-
sonar árið 1852, en þar stendur „Þorleifur (þ. e. a. s. Galdra-
Leifi Þórðarson) var skáld, og þótti hann krapta- eða ákvæSa-
skáld.‘c Hér eru bæði orðin nefnd saman, og er það lika mjög
algengt í seinni ritum.
I íslenzkum þjöSsögum og œvintfrum I, 1862, eru krafta-
skáldin sérstakur undirflokkur innan kaflans um töfrabrögð,
og eru þar tilfærðar tíu sagnir. Upp úr þessu mega bæði orðin
heita alþekkt. — I þó nokkur skipti er talað um kraftaskáld
í eldri ritum á íslenzku og latínu, en oft er óljóst til orða tekið
og sneitt hjá því að nota orðin sjálf. Þannig segir t. d. í 17.
aldar heimild, KvæSabók úr Vigur:
Nokkrir eru þeir, sem halda, að vor skáldskapur hafi
furðanlegan kraft og verkan, bæði um illt að gera og illu
að afstýra, hvar kannski dæmi megi til finnast.2)
— Enda þótt ekkert sé vitað um orðin kraftaskáld og ákvæða-
!) Lbs. 220, 8vo.
2) Islenzk rit síðari alda, 2. flokkur 1. bd. A (Kaupmannahöfn 1955),
bls. 36 v.