Skírnir - 01.01.1961, Page 76
74
Bo Almqvist
Skimir
skáld fyrr en 1830, er fyrirbrigðið sjálft, skáldin og sagnir um
þau, vel þekkt frá því um 1600.
Hvað er þá átt við með hugtökunum kraftaskáld, ákvæða-
skáld og kraftaskáldasögn?
Skylt er að taka það þegar fram, að hugtökin eru marg-
brotin, og takmörkin við aðrar sagnir eru ekki skýr að öllu
leyti. Þó er hægt að skilgreina þau að mestu. — Orðin sjálf
segja sína sögu: kraftaskáld: kraftur fylgir máli þeirra, ákvaeSa-
skáld: orð þeirra eru ákvæði, álög, verða að áhrinsorðum.
Kraftaskáldasagnir eru því munnmælasagnir, sem fjalla um
yfirnáttúrleg áhrif vísna éSa kvœSa. Oftast hafa sagnirnar inni
að halda vísur eða vísubrot, en að minnsta kosti er minnzt á,
að slíkt hafi verið til.
Þetta nægir þó ekki til skilgreiningar. Til eru líka á Islandi
— eins og hjá öllum þjóðum að kalla — særingaþulur eða
særingaformúlur í ljóðum. Líka kemur fyrir, þótt ekki sé það
ýkja-algengt, að sagnir eru tengdar við tækifæri, þegar þær
hafa verið notaðar. Slíkar formúlur eru oftast nafnlausar, og
má nota þær aftur og aftur, án þess að dragi úr áhrifum
þeirra. Slíkt fellur ekki undir kraftaskáldsagnir.
Kraftaskdldavísurnar þurfa aS vera frumortar. Nafna skáld-
anna er langoftast getiS. Kraftaskáldasagnir eru mjög bundn-
ar við staði og sérstök tækifæri og það, sem skiptir mestu máli:
KraftakvœSin eSa kraftavísurnar hafa ekki áhrif nema í eitt
skipti, og koma áhrifin oftast fljótlega fram.
Vísumar eru oftast mæltar af munni fram, að minnsta kosti
samkvæmt sögnunum. Sigurður Breiðfjörð lýsir þessu í man-
söng annarrar rímu Tristramsrímna:
Það var áður auðvelt spaug
Ef menn þráðu bjargir.
Niður í láðið dimman draug
Dauðan kváðu margir.
Þá voru kvæðin fim og fljót
Fram sem ræða barin
Ef að stæði í þeim hót
öll voru gæðin farin.