Skírnir - 01.01.1961, Page 77
Skírnir
Um ákvæðaskáld
75
Það er ekki heldur aðeins — eða ekki aðallega — kveðskap-
urinn sem slíkur, sem hefur áhrif, heldur hugarástandið, þeg-
ar skáldin kveða: „Hugurinn verður að magnast“, eins og
kraftaskáldið orðar það sjálfur í bréfinu, sem ég vitnaði í áð-
an. Vísurnar eru oft ortar, þegar mikið liggur við: í hræði eða
vonzku eða þá í trúarhrifningu.
Svo segir t. d. í sögn, sem Einar Ölafur Sveinsson prófessor
hefur látið mér í té:
Það var einu sinni i sláttarbyrjun, að Kúðafljót lagðist
að austurbakkanum og rann á engjar manna. Þá tók Karí-
tas (þ. e. Karítas Jakobsdóttir) sér göngu út á fljótsbakk-
ann og kvað þetta:
Víki vatnið vonda frá,
er virðum hræðslu kenndi,
alvaldshöndin, allt sem má,
í sinn stað það sendi.
Þegar hún kom heim af göngunni, varð henni að orði:
„Volgt er mér“, og mun það eiga við, að hún hafi kvéðiS
af hita. En nokkuð var, að skömmu eftir þetta féll stór-
vatnið Kúðafljót aftur í farveg sinn.
Mjög skýrt dæmi um þýðingu hugarfarsins gefur líka sögn-
in um Þórð á Strjúgi og danska kaupskipið:
Dag nokkurn gekk Þórður út, leit til skips, er var á höfn-
inni í Höfðakaupstað, og kvað:
Kristur minn fyrir kraftinn þinn,
kóngur himins frægi
gefðu þann vind á græðishind
að gangi allt úr lagi.
Sumir segja, að Þórður hafi þó iðrazt eftir og kveðið vís-
una aftur svona:
Kristur minn fyrir kraftinn þinn,
kóngur himins og láða
gefðu þann vind á græðishind,
að gott sé við að ráða.