Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 78
76
Bo Almqvist
Skírnir
En þegar veðrið gekk eigi að síður upp, mælti Þórður: „Slíks
var von, því ekki gat ég beðið þeim dönsku hundum góðs
með eins heitum huga og ég bið þeim ills . .. 3)
— Hugurinn skiptir því mestu máli, og þótt sumar krafta-
vísur séu vel ortar, er það ekkert skilyrði til þess, að þær hríni
á. Um Þorstein nokkurn í Varmavatnshólum segir t. d.: „Þótt
Þorsteinn væri leirskáld, var hann ekki laus við að vera krafta-
skáld.“4) Enda ber ekki að neita, að sumar kraftavísur eru
voðalegt hnoð.
Flestar kraftavísur frá því um 1600 eru ortar undir rímna-
háttum. Þó eru fáeinar vísur dróttkveðnar eða undir erlendum
sálmaháttum. Skylt er að taka fram, að einkum á 17. og 18.
öld er til sérstök tegund af særingakvæðum eins og Fjanda-
fæla Jóns lærða, Djöflafæla, Skjöldur, Draumgeisli, Engla-
brynja, Tyrkjasvæfa, og hvað þau heita öll. Þetta eru löng og
sérstaklega dýr kvæði. Standa þau á vissan hátt á millistigi
milli kraftakvæða og særinga. Nöfn höfundanna eru þekkt,
og kvæðin hafa verið ort í ákveðnum tilgangi. Þó hafa sum
þeirra verið notuð í meira en eitt skipti, og slík kvæði hafa auð-
vitað ekki getað verið mælt af munni fram. Alþýðan hefur
þó kallað höfunda slíkra kvæða kraftaskáld, og hefur hér verið
tekið tillit til þess, að því leyti sem munnmælasagnir ganga
um þau.
Við snúum okkur þá að skáldunum sjálfum.
III.
Þótt kraftaskáldasagnir nemi ekki nema fáeinum blaðsíðum
í neinu þjóðsagnasafni, hafa ákvæðaskáldin vafalaust verið mý-
mörg. Mér hefur hingað til tekizt að afla mér vitneskju um
hér um bil 200 nafngreind kraftaskáld auk nokkurra tuga
ónafngreindra. Þetta fólk er frá fimm öldum og úr öllum
stéttum: sýslumenn og prestar, gildir bændur og vinnumenn,
hreppsómagar og flökkukerlingar.
3) Jón Árnason, Isl. þjcíðs. og ævintýri I (útg. 1954), bls. 452. Skáletr-
að af mér.
4) Ölafur Davíðsson, Islenzkar þjóðsögur II (1945), bls. 8.