Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 81
Skírnir
Um ákvæðaskáld
79
með ofviðri magnaðan,
mývarginn svo drepi hann.
Vísa Sigmundar er svona:
Af öllu hjarta eg þess bið
andskotann grátandi,
að flugna óbjart, forhert lið
fari í svarta helvítið.
Ekki er getíð hér, hvor hafði betur í þetta skiptí.8)
— Oft getur verið álitamál, hvað telja skuli gott eða illt, og
ætla ég því að flokka sagnirnar eftir tildrögum tíl ákvæðisvisn-
anna, þótt aðeins verði drepið á það helzta.
—„Enginn skyldi skáldin styggja,skæð er þeirra hefnd,“ kvað
Grímur Thomsen. Þetta er gamalt orðtak, sem til er í mörgum
afbrigðilegum myndum. Elztu dæmin eru frá um 1660. Hér
hlýtur að vera átt við þau mörgu tækifæri, þegar menn hafa
ýft skáldin til kvæða, sem hafa orðið að áhrinsorðum og valdið
dauða, slysi eða óhamingju. Slíkar sagnir mætti nefna reiSi-
sagnir, og eru þær stærsti og sérstæðasti flokkur ákvæðasagna.
Er þar stórt hundrað sagna flestar með vísum. Sumar þeirra
eru mjög magnaðar. Hér fara á eftír nokkrar vísur, ortar undir
slíkum kringumstæðum:
Hati þig engla heilagt safn,
hati þig grös og steinar,
hati þig allt sem hefur nafn,
hati þig drottinn, Einar.9)
Eða þetta, sem eignað er Látra-Björgu og er ort, þegar hún
vildi ekki vinna eið:
Beiði ég þann sem drýgir dáð
og deyð á hörðum krossi leið
að sneyða þann frá nægð og néð,
er neyðir mig um sjöttareið.10)
Hópur sagna, er fjalla um kaupmann, venjulega danskan, og
kraftaskáld, myndar sérstakan undirflokk innan reiðisagnanna.
8) Sópdyngja I (útg. Bragi Sveinsson og Jóhann Sveinsson frá Flögu),
bls. 54.
9) Guðni Jónsson, Islenzkir sagnaþættir og þjóðsögur X, bls. 168.
10) Jón Árnason, ísl. þjóðs. og ævintýri III (1955), bls. 477.