Skírnir - 01.01.1961, Page 83
Skírnir
Um ákvæðaskéld
81
Yttu þér, flýttu þér
ört frá landi, fjandi.
Spýttu þér suður í Spánarhaf,
splundrastu, sundrastu,
farðu á kaf.18)
Um flóð hefur þegar verið gefið dæmi, og einnig eru sagnir um
alls konar illviðri og eldgos, sem ákvæðaskáldin hafa komið
fyrir kattarnef. Þau hafa líka drepið skaðleg dýr: refi, mýbit,
hrafna og mýs. Til þess hafa þó einnig verið notaðar stefnur
og önnur töfrabrögð.
Það, sem hingað til hefur verið nefnt, er að mestu leyti
neikvætt: hefnd eða löngun til þess að losna við eitthvað. En
kraftaskáldin hafa líka leikið þá list að kveða til sín björg í bú.
Þær sagnir eru líka ærið fjölbreyttar. Skáldin hafa kveðið til
sín hvali, seli eða fisk. Eins hefur ákvæðakveðskapurinn verið
hagnýtur við búsýslu. Látra-Björgu tókst t. d. að spekja ær:
Krefst eg allra krafta lið
kvæðið só eflandi,
að aldrei fjallafálur þið
farið úr heimalandi.
Fór þá svo, að heim komu ærnar hvert mál á haust fram.14)
— Menn hafa meira að segja reynt að kveða kálf í kú.
1 þessum sögnum koma óskir manna einna greinilegast i
ljós. Slíkt er auðvitað títt um þjóðsagnir og ævintýri. Sérstætt
fyxir kraftakvæðin er þó, hve einfaldar og eðlilegar þessar ósk-
ir eru. Ekki er óskað eftir skartgripum, gulli eða grænum skóg-
um, heldur aðeins „svolitlum þyrsklingi", óbreyttum nauð-
synjum dagsins. — 1 formála að bók sinni Islenzkum þjöSsög-
um og œvintýrum segir Einar Ölafur Sveinsson prófessor: „Ekki
væri sá maður alls ófróður um íslenzka menningu fyrr á öld-
um, sem vel þekkti íslenzkar þjóðsögur, þótt hann hefði engin
sagnarit lesið um þann tíma“.15) — Þessi ummæli eiga sérstak-
lega vel við um ákvæðasagnir. I þeim segir frá sjómennsku
13) Gaman væri, ef lesendur gætu gefið nánari upplýsingar um tildrög
þessarar visu.
14) Amma. Þjóðleg fræði og skemmtun II, bls. 77.
!5) 2. útg. (1951), bls. V.
6