Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 85
Skírnir
Um ákvæðaskáld
83
mörg dæmi þess, þótt þær vísur séu auðvitað flestar fallnar í
gleymsku. Aftur á móti hefur alþýðan haldið slíku á lofti,
þegar svo hefur viljað til, að hrinið hefur á. Af því að þjóðin
hefur verið svo gjörn að trúa á mátt kvæðanna, hefur hún
líka fært allt, sem fyrir hefur komið, á betra veg. Svo segir t. a.
m. rnn Ólaf Erlendsson, austfirzkt flökkuskáld:
Ólafur varð líkþrár á efri árum, og var mönnum þá ekki
um flakk hans; fáir urðu þó til að ýfast við hann, því að
talinn var hann kraftaskáld. Svo bar við eitt sinn, að hrepp-
stjórinn í Vopnafirði tók hann fyrir og bannaði honinn
stranglega að flakka. Þá reiddist Ólafur og mælti:
Sá sem ræður himnaher
og harðar grasðir meinsemder,
hjálpi’ úr mæðu hættri mér,
en hefni í bræði á sjélfum þér.
Ekki fannst mönnum þetta hrína á hreppstjóra, en gæfu-
lítil þóttu börn hans sum .. .17)
Þegar viljinn að trúa er svona sterkur, er naumast annað en
eðlilegt, að kvæðin hafi oftast nær þótt hafa einhver áhrif.
Sérstaklega skiptir miklu máli, ef sá, sem fyrir ákvæðavísu
hefur orðið, trúir sjálfur á mátt hennar. Sumar sagnir eru
ágæt dæmi um sefjun og eru ærið merkilegar frá sálfræði-
legu sjónarmiði. Lítum t. a. m. á þessa sögu, sem er höfð eftir
frú Margrétu Árnadóttur, en móðir hennar var viðstödd, þeg-
ar atburðurinn gerðist:
Einu sinni kom Páll [o: séra Páll Jónsson skáldi] á bæ á
Rangárvöllum. Var þar einnig staddur annar prestur, og
var þá laugardagur, og skyldi hann messa á Keldum dag-
inn eftir. Vildi hann nú hraða sér heim til að semja ræð-
una, en Páll hélt aftur af honum, og er sagt að báðir væru
við skál. Þó varð skyldurækni prestsins glaðsinninu ríkari,
en þegar hann kvaddi og fór, segir Páll við hann:
Fyrir ræðu stóls á storð
stóra berðu umsorgun.
17) Grima II, bls. 79 áfr.