Skírnir - 01.01.1961, Side 86
84
Bo Almqvist
Skírnir
!
Standi neglt hvert einasta orð
upp í þér á morgun.
Segir nú ekki af presti fyrr en hann kom í predikunar-
stólinn í kirkju sinni daginn eftir, þá stóð hann þar og
gapti, kom engu orði út úr sér, en varð að fara úr stóln-
um aftur og hætta við messugjörðina. Þótti þetta hin mesta
hneisa.18)
Hér er einnig getið þess, að menn voru við skál. Sama gildir
um margar aðrar sagnir, enda voru mörg kraftaskáldin mestu
drykkjumenn; — væri auðvelt að nefna mörg dæmi frá Halli
Magnússyni og áfram, en um hann er getið í annálum, að
hann hafi dáið úr brennivínsofdrykkju.
Vín hefur haft margvísleg áhrif. Skáldunum hefur verið létt-
ara um að yrkja og þau verið fljótari til reiði. Þau hafa orðið
gagntekin stórmennskuæði og trúað því betur sjálf, að þau væru
kraftaskáld -— eins hefur verið auðveldara að sef ja áheyrendur,
er hafa verið undir áhrifum.
Trúarhrifning skáldanna og áhorfenda hefur einnig oft skipt
miklu máli, og væri hægt að greina mörg dæmi um það.
I enn öðrum tilfellum er um vísvitandi blekkingu að ræða.
Sum skáldin hafa notfært sér trúgirni fólks og hrætt fólk til
þess að ná ýmsum hlunnindum. Þá hefur oft ekki komið til
raunverulegra kasta, þar sem skáldin hafa oftast þótzt hætta
við uppátæki sitt og kveðið bragarbót, áður en hótanir þeirra
hafa gengið fram. En stundum hafa þau samt þurft að sýna
getu sína til þess að halda trúnni við. Gott dæmi eru drauga-
málin í Reykjavik, svo kölluðu, þar sem Sigurður Breiðfjörð
kvað niður draug, sem reyndar var dulbúinn félagi hans, til
þess að hræða brennivín út úr Hannesi nokkrum skóara. Um
Sigurð Breiðfjörð er líka þessi saga:
Það var allsnemma að Breiðf jörð orti með yfirburða lið-
ugleik, þó sjaldan mætti hann níðkvæðan kalla. En þegar
hneigðist hann mjög til öls.
Var það nú eitt kvöld eða síðla dags, að menn töluðu um
18) Ragnar Ásgeirsson, Skrudda II., bls. 139. Sbr. Almanak Hins ísl.
þjóðvinafélags 1925, bls. 93, þar sem tildrögin eru önnur.